Erlent

Heilbrigðisstarfsfólk í Líberíu hótar verkfalli

Vísir/AFP
Yfirmenn heilbrigðismála í Líberíu biðla nú til starfsfólks síns að það hætti við boðað verkfall á spítölum landsins, þar sem ebólufaraldurinn geisar.

Starfsmannasamtök fara nú fram á að áhættubónus sem læknum og hjúkrunarfræðingum hefur verið greiddur verði hækkaður umtalsvert en fólkið vinnur við afar bágbornar aðstæður og nú þegar eru rúmlega 200 heilbrigðisstarfsmenn látnir úr veirunni í Vestur Afríku, þar af um 95 í Líberíu.

Yfirvöld hafa hinsvegar verið í vandræðum með að borga út bónusinn sem boðinn var í fyrstu, þar sem faraldurinn er orðinn mun útbreiddari en reiknað var með í fyrstu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×