Diego Costa komst loks á blað fyrir spænska landsliðið í 4-0 sigri á Lúxemborg, en þrír aðrir leikir voru á dagskrá í kvöld.
David Silva kom Spánverjum yfir og Francisco Alcacer bætti við öðru marki fyrir hlé. Diego Costa skoraði svo þriðja og síðasta mark Spánar tuttugu mínútum fyrir leikslok og öruggur sigur Spánverja staðreynd.
Í sama riðli mættust Hvíta-Rússland og Slóvakía, en Marek Hamsik tryggði þar Slóvakíu sinn þriðja sigur í jafn mörgum leikjum.
Í E-riðli mættust Litháen og Slóvenía, en þar höfðu gestirnir betur. Milivoje Novakovic skoraði bæði mörkin með fjögurra mínútna millibili í fyrri hálfleik.
Einn leikur var svo í G-riðli þar sem Svíar unnu 2-0 sigur á lánlausu liði Liechtenstein. Erkan Zengin kom Svíum yfir og Jimmy Durmaz tvöfaldaði fyrstuna rétt eftir hálfleik.
Hvíta-Rússland - Slóvakía 1-3
0-1 Marek Hamsik (65.), 1-1 Timofei Kalachev (79.), 1-2 Marek Hamsik (84.), 1-3 Stanislav Sestak (90.).
Lúxemborg - Spánn 0-4
0-1 David Silva (27.), 0-2 Francisco Alcacer (42.), 0-3 Diego Costa (69.), 0-4 Juan Bernat (88.).
Litháen - Slóvenía 0-2
0-1 Milivoje Novakovic (33.), 0-2 Milivoje Novakovic (37.).
Svíþjóð - Liechtenstein 2-0
1-0 Erkan Zengin (34.), 2-0 Jimmy Durmaz (46.).
Costa skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í sigri Spánar
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham
Enski boltinn


ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni
Íslenski boltinn

Brentford bætti við algjöra martröð Leicester
Enski boltinn


Jón Dagur í frystiklefa í Berlín
Fótbolti



