Lewis Hamilton vann fjórða kappaksturinn í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2014 12:46 Lewis Hamilton. Vísir/Getty Bretinn Lewis Hamilton vann öruggan sigur í rússneska kappakstrinum í formúlu eitt sem fór fram í Sotsjí í dag og jók forskot sitt í heimsmeistarakeppni ökumanna upp í 17 stig. Þetta var góður dagur fyrir Mercedes því liðið vann tvöfaldan sigur í níunda sinn á tímabilinu. Þetta var sögulegur dagur því þetta er í fyrsta sinn sem keppt er í Rússlandi. Mercedes-liðið tryggði sér heimsmeistaratitlinn með þessum tvöfalda sigri en það eru enn eftir þrjár keppnir í Bandaríkjunum, í Brasilíu og Sameinuðu Furstadæmunum. Það er hinsvegar mikil spenna í keppni ökumanna þar sem liðsfélagarnir bítast um sigurinn. Lewis Hamilton og Mercedes eru í frábæru formi þessi misserin því þetta var fjórði kappaksturinn í röð sem hann kemur fyrstu í mark og þá er Hamilton alls búinn að vinna níu keppnir á tímabilinu. Hamilton er nú kominn með 291 stig en Nico Rosberg er 17 stigum á eftir honum með 274 stig. Rosberg var með 29 stiga forskot á Hamilton fyrir þessar fjóra sigra Lewis Hamilton í röð. Rosberg þekkir það vel að vera í öðru sæti á þessu tímabili en hann var nú annar í níunda skipti. Finninn Valtteri Bottas á Williams-Mercedes varð þriðji en þetta í fimmta sinn í síðustu níu keppnum þar sem hann kemst upp á pall. Formúla Mest lesið Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Íslenski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton vann öruggan sigur í rússneska kappakstrinum í formúlu eitt sem fór fram í Sotsjí í dag og jók forskot sitt í heimsmeistarakeppni ökumanna upp í 17 stig. Þetta var góður dagur fyrir Mercedes því liðið vann tvöfaldan sigur í níunda sinn á tímabilinu. Þetta var sögulegur dagur því þetta er í fyrsta sinn sem keppt er í Rússlandi. Mercedes-liðið tryggði sér heimsmeistaratitlinn með þessum tvöfalda sigri en það eru enn eftir þrjár keppnir í Bandaríkjunum, í Brasilíu og Sameinuðu Furstadæmunum. Það er hinsvegar mikil spenna í keppni ökumanna þar sem liðsfélagarnir bítast um sigurinn. Lewis Hamilton og Mercedes eru í frábæru formi þessi misserin því þetta var fjórði kappaksturinn í röð sem hann kemur fyrstu í mark og þá er Hamilton alls búinn að vinna níu keppnir á tímabilinu. Hamilton er nú kominn með 291 stig en Nico Rosberg er 17 stigum á eftir honum með 274 stig. Rosberg var með 29 stiga forskot á Hamilton fyrir þessar fjóra sigra Lewis Hamilton í röð. Rosberg þekkir það vel að vera í öðru sæti á þessu tímabili en hann var nú annar í níunda skipti. Finninn Valtteri Bottas á Williams-Mercedes varð þriðji en þetta í fimmta sinn í síðustu níu keppnum þar sem hann kemst upp á pall.
Formúla Mest lesið Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Íslenski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira