Kia ákveður smíði stórs lúxusbíls Finnur Thorlacius skrifar 10. október 2014 10:03 Kia Concept GT er rennilegur sportbíll. S-kóreski bílasmiðurinn Kia er aðallega þekktur fyrir smíði minni bíla og jepplinga nú á seinni árum. Kia ætlar nú að ryðjast inná nýtt svið með smíði fjögurra dyra „coupe“ bíls, bíll sem verður í stærri kantinum af slíkum bílum og keppa á við bíla eins og Audi A7 og Porsche Panamera. Það þýðir að hann verður hlaðinn lúxus en Kia ætlar að verðleggja þennan bíl nokkuð undir samkeppninni. Þessi bíll verður smíðaður á grunni GT Concept bílsins sem Kia sýndi á bílasýningunni í Frankfürt árið 2011. Þessum bíl verður aðallega beint að kaupendum í Bandaríkjunum, en þó er líklegt að dísilútgáfa hans verði einnig í boði í Evrópu. Fjögurra dyra „coupe“ bílar hafa ekki átt stóran hluta af bílamarkaðnum á undanförnum áratugum, en virðast vera að sækja í sig veðrið á undanförnum árum. Minnir þessi þróun á velgengni „retro“ bíla fyrir um 15 árum þar sem hönnun þeirra minnti á mun eldri bíla sem vinsælir voru um miðbik síðustu aldar. Þessi nýi bíll Kia mun fá 3,3 lítra V6 bensínvél sem er 389 hestöfl og drífur afturhjólin eingöngu gegnum 8 gíra sjálfskiptingu. Tilraunbíllinn GT Concept er með hurðir sem opnast í öfuga átt, eða með svokallað „suicide“ hurðafyrirkomulag. Framleiðslubíllinn mun þó ekki verða þannig, heldur með hefðbundnar hurðir. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent
S-kóreski bílasmiðurinn Kia er aðallega þekktur fyrir smíði minni bíla og jepplinga nú á seinni árum. Kia ætlar nú að ryðjast inná nýtt svið með smíði fjögurra dyra „coupe“ bíls, bíll sem verður í stærri kantinum af slíkum bílum og keppa á við bíla eins og Audi A7 og Porsche Panamera. Það þýðir að hann verður hlaðinn lúxus en Kia ætlar að verðleggja þennan bíl nokkuð undir samkeppninni. Þessi bíll verður smíðaður á grunni GT Concept bílsins sem Kia sýndi á bílasýningunni í Frankfürt árið 2011. Þessum bíl verður aðallega beint að kaupendum í Bandaríkjunum, en þó er líklegt að dísilútgáfa hans verði einnig í boði í Evrópu. Fjögurra dyra „coupe“ bílar hafa ekki átt stóran hluta af bílamarkaðnum á undanförnum áratugum, en virðast vera að sækja í sig veðrið á undanförnum árum. Minnir þessi þróun á velgengni „retro“ bíla fyrir um 15 árum þar sem hönnun þeirra minnti á mun eldri bíla sem vinsælir voru um miðbik síðustu aldar. Þessi nýi bíll Kia mun fá 3,3 lítra V6 bensínvél sem er 389 hestöfl og drífur afturhjólin eingöngu gegnum 8 gíra sjálfskiptingu. Tilraunbíllinn GT Concept er með hurðir sem opnast í öfuga átt, eða með svokallað „suicide“ hurðafyrirkomulag. Framleiðslubíllinn mun þó ekki verða þannig, heldur með hefðbundnar hurðir.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent