Er pasta hollara en við áður héldum? Rikka skrifar 30. október 2014 09:00 Visir/getty Nýleg tilraun sem að sjónvarpsþátturinn Trust Me, I´m a Doctor stóð fyrir ásamt Dr. Denise Robertson, frá Háskólanum í Surrey, sýndi fram á að pasta sem búið er að sjóða, kæla og endurhita sé töluvert hollara en það sem er nýsoðið. Með því að endurhita pastað þá virðist sterkjan í pastanu breytast í einskonar útgáfu af trefjum sem hefur eiginleika bæði vatnsleysanlegra- sem og óvatnsleysanlegra trefja. Tíu manns tóku þátt í rannsókninni sem spannaði nokkrar vikur, töluvert margar blóðprufur og pasta í flestöll mál. Í kjölfar neyslu á upphituðu sem og nýsoðnu pasta kom í ljós að blóðsykurinn hækkaði 50% eftir neysluna á því nýsoðna. Í pasta er að finna hátt hlutfall af kolvetnum sem brotin eru niður í sykrur í meltingarveginum og þaðan frásogaðar út í blóðrásina sem svo hækkar blóðsykurinn. Svar líkamans við þessari innspýtingu á sykrum er að sleppa insúlíni og þar með koma jafnvægi á blóðsykurinn. Hingað til hefur blóðsykurshækkunin verið einn helsti ókosturinn við að neyta kolvetna í of miklum mæli og þar af leiðandi pasta. Með þessari nýju rannsókn gefur það okkur vísbendingar til þess að ætla að hægt sé að njóta pasta samviskulaust en einungis með því að sjóða, kæla og hita á ný. Það verður því áhugavert að fylgjast með framhaldsrannsóknum af þessu tagi í nánustu framtíð. Heilsa Tengdar fréttir Er mjólk góð? Svo virðist sem mikil mjólkurdrykkja dragi ekki úr beinþynningu og líkum á beinbrotum, ef marka má nýja grein í hinu virta læknariti British Medical Journal. Rannsókn var framkvæmd í Svíþjóð og leiddi hún í ljós að konur sem drukku fleiri en þrjú mjólkurglös á dag voru í raun líklegri til þess að brjóta í sér beinin en þær sem drukku minna en þrjú glös. 29. október 2014 08:57 Nýjustu niðurstöður úr rannsókn á gervisykri Í liðinni viku birti Nature, alþjóðlegt tímarit um vísindi, niðurstöður úr merkilegri og vandaðri rannsókn um áhrif gervisykurs á brenglað sykurþol eða forstig sykursýki í bæði mönnum og músum. 22. september 2014 09:00 Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Nýleg tilraun sem að sjónvarpsþátturinn Trust Me, I´m a Doctor stóð fyrir ásamt Dr. Denise Robertson, frá Háskólanum í Surrey, sýndi fram á að pasta sem búið er að sjóða, kæla og endurhita sé töluvert hollara en það sem er nýsoðið. Með því að endurhita pastað þá virðist sterkjan í pastanu breytast í einskonar útgáfu af trefjum sem hefur eiginleika bæði vatnsleysanlegra- sem og óvatnsleysanlegra trefja. Tíu manns tóku þátt í rannsókninni sem spannaði nokkrar vikur, töluvert margar blóðprufur og pasta í flestöll mál. Í kjölfar neyslu á upphituðu sem og nýsoðnu pasta kom í ljós að blóðsykurinn hækkaði 50% eftir neysluna á því nýsoðna. Í pasta er að finna hátt hlutfall af kolvetnum sem brotin eru niður í sykrur í meltingarveginum og þaðan frásogaðar út í blóðrásina sem svo hækkar blóðsykurinn. Svar líkamans við þessari innspýtingu á sykrum er að sleppa insúlíni og þar með koma jafnvægi á blóðsykurinn. Hingað til hefur blóðsykurshækkunin verið einn helsti ókosturinn við að neyta kolvetna í of miklum mæli og þar af leiðandi pasta. Með þessari nýju rannsókn gefur það okkur vísbendingar til þess að ætla að hægt sé að njóta pasta samviskulaust en einungis með því að sjóða, kæla og hita á ný. Það verður því áhugavert að fylgjast með framhaldsrannsóknum af þessu tagi í nánustu framtíð.
Heilsa Tengdar fréttir Er mjólk góð? Svo virðist sem mikil mjólkurdrykkja dragi ekki úr beinþynningu og líkum á beinbrotum, ef marka má nýja grein í hinu virta læknariti British Medical Journal. Rannsókn var framkvæmd í Svíþjóð og leiddi hún í ljós að konur sem drukku fleiri en þrjú mjólkurglös á dag voru í raun líklegri til þess að brjóta í sér beinin en þær sem drukku minna en þrjú glös. 29. október 2014 08:57 Nýjustu niðurstöður úr rannsókn á gervisykri Í liðinni viku birti Nature, alþjóðlegt tímarit um vísindi, niðurstöður úr merkilegri og vandaðri rannsókn um áhrif gervisykurs á brenglað sykurþol eða forstig sykursýki í bæði mönnum og músum. 22. september 2014 09:00 Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Er mjólk góð? Svo virðist sem mikil mjólkurdrykkja dragi ekki úr beinþynningu og líkum á beinbrotum, ef marka má nýja grein í hinu virta læknariti British Medical Journal. Rannsókn var framkvæmd í Svíþjóð og leiddi hún í ljós að konur sem drukku fleiri en þrjú mjólkurglös á dag voru í raun líklegri til þess að brjóta í sér beinin en þær sem drukku minna en þrjú glös. 29. október 2014 08:57
Nýjustu niðurstöður úr rannsókn á gervisykri Í liðinni viku birti Nature, alþjóðlegt tímarit um vísindi, niðurstöður úr merkilegri og vandaðri rannsókn um áhrif gervisykurs á brenglað sykurþol eða forstig sykursýki í bæði mönnum og músum. 22. september 2014 09:00