Ögmundur Kristinsson var í marki Randers sem tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar með 2-0 sigri á Lyngby í kvöld.
Ögmundur stóð sig vel og var vel á verði þegar leikmaður Lyngby slapp einn í gegn á 78. mínútu og varði skot hans í horn. Lyngby sótti nokkuð stíft á lokamínútunum en náði ekki að skora framhjá Ögmundi.
Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason var ekki í leikmannahópi Randers í kvöld en hann var hvíldur.
Kjartan Henry Finnbogason kom svo inn á sem varamaður er B-deildarlið AC Horsens steinlá fyrir Esbjerg, 7-0, sem leikur í dönsku úrvalsdeildinni.
Ögmundur hélt hreinu og Randers komst áfram
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
