Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur öðlast nýtt líf hjá liði sínu Sélestad í Frakklandi.
Vegna meiðsla hjá Sélestad þarf Snorri Steinn að sinna öðruvísi hlutverki en Íslendingar hafa séð hann spila með landsliðinu undanfarin ár; hann þarf að skjóta mun meira.
Snorri Steinn raðar nú inn mörkum í Frakklandi og er búinn að skora 57 mörk í sex leikjum eða 8,14 mörk í leik. Þá er hann með skotnýtingu upp á 61,9 prósent sem er ekki amalegt.
Það var létt yfir Snorra á blaðamannafundi í dag, aðspurður hvort hann myndi nokkuð gefa boltann í fyrsta leik Íslands í undankeppni EM 2016 annað kvöld gegn Ísrael. „Nei, ég er alveg hættur því,“ svaraði hann og uppskar hlátrasköll í salnum.
„En að öllu gamni slepptu þá er ég bara í öðruvísi hlutverki hjá mínu liði úti þannig ég býst ekki við að taka 15 skot á morgun. En ef ég skora 15 mörk úr 15 skotum þá verður það bara fínt,“ sagði Snorri.
Hann sat einu sæti frá Guðjóni Val Sigurðssyni, fyrirliða Íslands, sem varð markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins í sumar og er þekktur fyrir það að raða inn mörkum í landsleikjum.
„Ég er ekkert búinn að gefa það út að ég ætla að skora meira en Guðjón Valur eða neitt svoleiðis,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson léttur að lokum.
Snorri Steinn: Stefni ekki að því að skora meira en Guðjón Valur

Tengdar fréttir

Guðjón Valur talar hreint út: Var með óbragð í munninum allt sumarfríið
Landsliðsfyrirliðinn segist hafa fundið fyrir andlegri þreytu í hópnum í sumar þegar handboltalandsliðinu mistókst að komast á HM.

„Handboltinn er bananasport að þessu leyti“
Snorri Steinn Guðjónsson segir að hann hafi skilning á þeirri ákvörðun að hleypa Þýskalandi á HM í Katar.

Aron tafðist í Svíþjóð
Biluð flugvél seinkaði komu Arons Rafns til landsins.

Ásgeir Örn verður með gegn Svartfjallalandi - konan búin að eiga
Karlalandsliðið í handbolta fær góðan liðsstyrk fyrir leikinn gegn Svartfellingum á sunnudaginn.

Ísrael tapaði síðasta æfingaleiknum fyrir Íslandsför
Fyrstu mótherjar Íslands í undankeppni EM 2016 töpuðu gegn Finnlandi.