Tekjur ríkissjóðs af Iceland Airwaves er hálfur milljarður Jakob Bjarnar skrifar 28. október 2014 11:03 Grímur Atlason hefur verið framkvæmdastjóri Iceland Airwaves frá 2010. Vísir/Arnþór Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves Music Festival (IA), segir að tónlistarhátíðin sem hefst í næstu viku skili þjóðarbúinu tveimur milljörðum í formi gjaldeyristekna og hálfur milljarður renni beint í ríkissjóð. Hátíðin, sem hefst miðvikudaginn 5. nóvember, stendur í fimm daga eða til sunnudags Meðal þeirra sem koma fram á IA í ár eru: FM Belfast, Kaleo, Hozier, Flaming Lips. The Knife, Ásgeir, War on Drugs, Anna Calvi, Jungle og 209 önnur atriði. „Þar koma fram 219 tónlistaratriði sem koma víða að en þó er uppistaðan íslensk. Það að þessi flokkur tónlistarmanna komi saman og haldi nokkra tónleika í Reykjavík um hávetur skilar ríkissjóði hálfum milljarði. Að auki renna í þjóðarbúið 2 milljarðar í gjaldeyristekjum. Starfsmennirnir sem skipuleggja þennan viðburð eru tveir og hálfur á ársgrundvelli. Landkynningin sem þessi gjörningur skilar verður vart mældur í krónum og aurum. Hingað koma tugir fréttamiðla frá öllum heimshornum til að gera viðburðinum skil. Ég segi nú bara takk fyrir þetta tónlistarmenn!“ Grímur vekur athygli á þessu ekki síst vegna þess að honum þykir skjóta skökku við að tónlistarkennarar hafa nú verið í verkfalli í tæpa viku án þess að það þyki neitt tiltökumál. „Verkfall lækna veldur meiri áhyggjum almennt enda meira aðkallandi mál svona í hér og núinu. En mig langar að ítreka að samfélög eru ekkert ef þar þrífst ekki menning. Ég hef á netinu rekist á háðsglósur í garð tónlistarkennara og listamanna. Listamannalaunin og Vestmannaeyjar eru auðvitað hin endalausa vitleysa. Það er með ólíkindum hvað sumt fólk er skammsýnt þegar kemur að menningu og listum. Fussað og sveiað yfir afætunum sem gera ekkert annað en að strjúka nótnaborð, plokka strengi svo ekki sé talað um lyklaborðspikkarana,“ segir Grímur sem telur að þeir sem ekki átti sig á mikilvægi lista og menningar séu skammsýnir. „Ég er endalaust þakklátur fyrir það fólk sem helgar sig menningu og listum. Án þess biði mín og án efa flestra annarra andleg eyðimörk,“ segir Grímur. En, jafnvel þó þetta sé bara hugsað í krónum og aurum, þá sé þessi nú staðreyndin, að skapandi listir séu skapi áþreifanleg verðmæti. Um það á ekki að þurfa að deila. Airwaves Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves Music Festival (IA), segir að tónlistarhátíðin sem hefst í næstu viku skili þjóðarbúinu tveimur milljörðum í formi gjaldeyristekna og hálfur milljarður renni beint í ríkissjóð. Hátíðin, sem hefst miðvikudaginn 5. nóvember, stendur í fimm daga eða til sunnudags Meðal þeirra sem koma fram á IA í ár eru: FM Belfast, Kaleo, Hozier, Flaming Lips. The Knife, Ásgeir, War on Drugs, Anna Calvi, Jungle og 209 önnur atriði. „Þar koma fram 219 tónlistaratriði sem koma víða að en þó er uppistaðan íslensk. Það að þessi flokkur tónlistarmanna komi saman og haldi nokkra tónleika í Reykjavík um hávetur skilar ríkissjóði hálfum milljarði. Að auki renna í þjóðarbúið 2 milljarðar í gjaldeyristekjum. Starfsmennirnir sem skipuleggja þennan viðburð eru tveir og hálfur á ársgrundvelli. Landkynningin sem þessi gjörningur skilar verður vart mældur í krónum og aurum. Hingað koma tugir fréttamiðla frá öllum heimshornum til að gera viðburðinum skil. Ég segi nú bara takk fyrir þetta tónlistarmenn!“ Grímur vekur athygli á þessu ekki síst vegna þess að honum þykir skjóta skökku við að tónlistarkennarar hafa nú verið í verkfalli í tæpa viku án þess að það þyki neitt tiltökumál. „Verkfall lækna veldur meiri áhyggjum almennt enda meira aðkallandi mál svona í hér og núinu. En mig langar að ítreka að samfélög eru ekkert ef þar þrífst ekki menning. Ég hef á netinu rekist á háðsglósur í garð tónlistarkennara og listamanna. Listamannalaunin og Vestmannaeyjar eru auðvitað hin endalausa vitleysa. Það er með ólíkindum hvað sumt fólk er skammsýnt þegar kemur að menningu og listum. Fussað og sveiað yfir afætunum sem gera ekkert annað en að strjúka nótnaborð, plokka strengi svo ekki sé talað um lyklaborðspikkarana,“ segir Grímur sem telur að þeir sem ekki átti sig á mikilvægi lista og menningar séu skammsýnir. „Ég er endalaust þakklátur fyrir það fólk sem helgar sig menningu og listum. Án þess biði mín og án efa flestra annarra andleg eyðimörk,“ segir Grímur. En, jafnvel þó þetta sé bara hugsað í krónum og aurum, þá sé þessi nú staðreyndin, að skapandi listir séu skapi áþreifanleg verðmæti. Um það á ekki að þurfa að deila.
Airwaves Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira