Porsche smíðar vél fyrir limósínu Pútíns Finnur Thorlacius skrifar 27. október 2014 10:24 Vladimir Pútín stígur úr núverandi limósínu sinni en vill nýrri og betri bíl. Þýski sportbílaframleiðandinn Porsche hefur fengið það hlutverk að smíða vél í nýja limósínu fyrir Vladimir Pútín forseta Rússlands. Vélin verður í nýjum bíl forsetans sem tilbúinn á að vera árið 2017. Vélin er á milli 6,0 og 6,6 lítrar af sprengirými, orkar um 800 hestöfl og verður 12 strokka. Vélin verður búin til úr rússneskum íhlutum, enda leyfir stolt Pútíns ekkert annað. Þetta verkefni Pútíns kallast Motorcade Project og felst í smíði fleiri bíla undir rússneska yfirmenn, þar á meðal jeppa. Allir bílarnir verða fjórhjóladrifnir og mun Porsche einnig sjá um fjórhjóladrifrás bílanna. Verkefnið mun samkvæmt óljósum heimildum kosta 150-400 milljón dollara eða 18-48 þúsund milljónir króna. Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Þýski sportbílaframleiðandinn Porsche hefur fengið það hlutverk að smíða vél í nýja limósínu fyrir Vladimir Pútín forseta Rússlands. Vélin verður í nýjum bíl forsetans sem tilbúinn á að vera árið 2017. Vélin er á milli 6,0 og 6,6 lítrar af sprengirými, orkar um 800 hestöfl og verður 12 strokka. Vélin verður búin til úr rússneskum íhlutum, enda leyfir stolt Pútíns ekkert annað. Þetta verkefni Pútíns kallast Motorcade Project og felst í smíði fleiri bíla undir rússneska yfirmenn, þar á meðal jeppa. Allir bílarnir verða fjórhjóladrifnir og mun Porsche einnig sjá um fjórhjóladrifrás bílanna. Verkefnið mun samkvæmt óljósum heimildum kosta 150-400 milljón dollara eða 18-48 þúsund milljónir króna.
Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent