Eftir 30 ár á Drekasvæðinu vonast Steinar til að styttist í gleðitíðindi Kristján Már Unnarsson skrifar 25. október 2014 19:30 Íslenskur jarðeðlisfræðingur, sem byrjaði fyrir yfir þrjátíu árum að leita olíu á Drekasvæðinu, segir að nú séu sterk fyrirtæki komin inn sem dragi vagninn og vonast hann eftir skemmtilegum tíðindum af olíuleitinni innan fárra ára. Segja má á að athöfnin í Ráðherrabústaðnum í byrjun síðasta árs hafi markað formlegt upphaf olíuleitar í lögsögu Íslands en þá voru fyrstu sérleyfin afhent olíufélögum. Olíuleitin á sér þó mun lengri aðdraganda, eða allt aftur til þess tíma þegar Íslendingar og Norðmenn sömdu um lögsögumörk á Jan Mayen-svæðinu fyrir 33 árum. Hluti samkomulagsins var að Norðmenn kostuðu rannsóknir á svæðinu en meðal þeirra sem að þeim komu var Steinar Guðlaugsson jarðeðlisfræðingur. „Við fórum nú ansi snemma af stað, fólk tengt Orkustofnun, sem þá var, og tókum þátt í að móta fyrstu rannsóknir á svæðinu í kjölfar samninganna sem gerðir voru um Jan Mayen-svæðið árið 1981. Ég held að ég hafi komið fyrst að þessu 1983 eða ´84,“ sagði Steinar í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Steinar starfar nú fyrir verkfræðistofuna Mannvit og Eykon Energy og sat í byrjun vikunnar á fundum með erlendum olíufélögum í Reykjavík við að undirbúa rannsóknir næsta sumars. „Við erum bara komin vel áleiðis og það er mjög ánægjulegt að sjá það, fyrir fólk sem hefur verið að vinna að þessum málum í mjög langan tíma,“ segir Steinar. Innkoma kínverska félagsins CNOOC í byrjun þessa árs þykir marka þáttaskil en félagið er í hópi stærstu olíufélaga heims og hefur fjárhaglega getu til að standa fyrir dýrum borunum í hafi. „Þarna vegast á fjárhagsleg áhætta þeirra sem eru að fara í þessa vinnslu og mögulegur ávinningur. Og allt er þetta í góðum lagaramma um auðlind, að mörgu leyti fyrirmynd auðlindalöggjafar, sá rammi sem er um þetta hér. Nú erum við líka komin með sterka aðila inn sem geta dregið vagninn. Þannig að ég er ánægður með á hvaða stað þetta er komið og vonast til þess að rannsóknaráætlanir gangi vel og að það verði hægt að segja frá einhverju skemmtilegu innan allt of margra ára,“ sagði Steinar Guðlaugsson. Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Tengdar fréttir 2,5 milljarðar í olíuleit á Drekasvæði á næsta ári Sérleyfishafar á Drekasvæðinu áforma að verja tveimur og hálfum milljarði króna til olíuleitar á Drekasvæðinu á næsta ári. 15. október 2014 19:15 Kínverjar mættir til að hefja olíuleitina Leyfishafar á Drekasvæðinu undir forystu kínverska félagsins CNOOC ákváðu á fundi í dag að hraðar yrði farið af stað í olíuleitina en áætlanir gerðu ráð fyrir. 20. október 2014 20:15 Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Sjá meira
Íslenskur jarðeðlisfræðingur, sem byrjaði fyrir yfir þrjátíu árum að leita olíu á Drekasvæðinu, segir að nú séu sterk fyrirtæki komin inn sem dragi vagninn og vonast hann eftir skemmtilegum tíðindum af olíuleitinni innan fárra ára. Segja má á að athöfnin í Ráðherrabústaðnum í byrjun síðasta árs hafi markað formlegt upphaf olíuleitar í lögsögu Íslands en þá voru fyrstu sérleyfin afhent olíufélögum. Olíuleitin á sér þó mun lengri aðdraganda, eða allt aftur til þess tíma þegar Íslendingar og Norðmenn sömdu um lögsögumörk á Jan Mayen-svæðinu fyrir 33 árum. Hluti samkomulagsins var að Norðmenn kostuðu rannsóknir á svæðinu en meðal þeirra sem að þeim komu var Steinar Guðlaugsson jarðeðlisfræðingur. „Við fórum nú ansi snemma af stað, fólk tengt Orkustofnun, sem þá var, og tókum þátt í að móta fyrstu rannsóknir á svæðinu í kjölfar samninganna sem gerðir voru um Jan Mayen-svæðið árið 1981. Ég held að ég hafi komið fyrst að þessu 1983 eða ´84,“ sagði Steinar í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Steinar starfar nú fyrir verkfræðistofuna Mannvit og Eykon Energy og sat í byrjun vikunnar á fundum með erlendum olíufélögum í Reykjavík við að undirbúa rannsóknir næsta sumars. „Við erum bara komin vel áleiðis og það er mjög ánægjulegt að sjá það, fyrir fólk sem hefur verið að vinna að þessum málum í mjög langan tíma,“ segir Steinar. Innkoma kínverska félagsins CNOOC í byrjun þessa árs þykir marka þáttaskil en félagið er í hópi stærstu olíufélaga heims og hefur fjárhaglega getu til að standa fyrir dýrum borunum í hafi. „Þarna vegast á fjárhagsleg áhætta þeirra sem eru að fara í þessa vinnslu og mögulegur ávinningur. Og allt er þetta í góðum lagaramma um auðlind, að mörgu leyti fyrirmynd auðlindalöggjafar, sá rammi sem er um þetta hér. Nú erum við líka komin með sterka aðila inn sem geta dregið vagninn. Þannig að ég er ánægður með á hvaða stað þetta er komið og vonast til þess að rannsóknaráætlanir gangi vel og að það verði hægt að segja frá einhverju skemmtilegu innan allt of margra ára,“ sagði Steinar Guðlaugsson.
Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Tengdar fréttir 2,5 milljarðar í olíuleit á Drekasvæði á næsta ári Sérleyfishafar á Drekasvæðinu áforma að verja tveimur og hálfum milljarði króna til olíuleitar á Drekasvæðinu á næsta ári. 15. október 2014 19:15 Kínverjar mættir til að hefja olíuleitina Leyfishafar á Drekasvæðinu undir forystu kínverska félagsins CNOOC ákváðu á fundi í dag að hraðar yrði farið af stað í olíuleitina en áætlanir gerðu ráð fyrir. 20. október 2014 20:15 Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Sjá meira
2,5 milljarðar í olíuleit á Drekasvæði á næsta ári Sérleyfishafar á Drekasvæðinu áforma að verja tveimur og hálfum milljarði króna til olíuleitar á Drekasvæðinu á næsta ári. 15. október 2014 19:15
Kínverjar mættir til að hefja olíuleitina Leyfishafar á Drekasvæðinu undir forystu kínverska félagsins CNOOC ákváðu á fundi í dag að hraðar yrði farið af stað í olíuleitina en áætlanir gerðu ráð fyrir. 20. október 2014 20:15