Það var staðfest í dag hvar og hvenær Íslandsvinurinn Conor McGregor berst næst.
Það verður í Boston í Bandaríkjunum þann 18. janúar á næsta ári. Þá mun McGregor berjast við Þjóðverjann Dennis Siver sem hann hefur ekki talað fallega um áður. Hann kallaði hann dvergvaxinn sterahaus.
Þetta verður aðalbardaginn á UFC-kvöldi sem fer fram í TD Garden sem er heimavöllur körfuboltaliðsins Boston Celtics.
McGregor hefur flogið upp styrkleikalistann í UFC en hann hefur unnið alla fjóra bardaga sína í UFC sannfærandi.
Siver barðist á sama kvöldi og Gunnar Nelson í Stokkhólmi í byrjun mánaðarins. Þá vann hann sannfærandi sigur á Charles Rosa en það var valinn bardagi kvöldsins.
Siver hefur unnið fjóra af síðustu fimm bardögum sínum. Hann er 35 ára og mjög reyndur. McGregor gæti því þurft að hafa fyrir hlutunum gegn Þjóðverjanum.
Conor fær að berjast við dvergvaxna sterahausinn

Tengdar fréttir

Conor: Ég mun hvíla eistun á enninu þínu | Myndband
Íslandsvinurinn Conor McGregor heldur áfram að gera allt vitlaust í UFC-heiminum.

Vélbyssukjafturinn stóð við stóru orðin á 106 sekúndum | Myndband
Conor McGregor sýndi og sannaði að hann er á leið á toppinn í UFC.

Conor fer hamförum í Vegas: Siver er dvergvaxinn sterahaus
Vinur Gunnars Nelson berst í Las Vegas á laugardaginn og er gjörsamlega að fara á kostum í viðtölum.

McGregor ætlar að gera allt vitlaust í Brasilíu
Vélbyssukjafturinn frá Írlandi, Conor McGregor, heldur áfram að stela senunni fyrir UFC-bardagakvöld helgarinnar þó svo hann sé ekki að fara að keppa.

McGregor afgreiddi Poirier í fyrstu lotu
Írinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor stóð við stóru orðin, enn og aftur, er hann mætti Dustin Poirier í Las Vegas.