Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 23-26 | Meistararnir höfðu sigur á Ásvöllum Benedikt Grétarsson skrifar 25. október 2014 00:01 vísir/stefán Íslandsmeistarar ÍBV unnu góðan sigur á Haukum í dag, þegar liðin mættust að Ásvöllum í Hafnarfirði. ÍBV náði mest 10 marka forystu í fyrri hálfleik en gestirnir leiddu með fimm mörkum að honum loknum, 11-16. Haukar náðu að jafna metin en Eyjamenn reyndust sterkari á lokakaflanum og lönduðu sætum sigri. Liðin sem háðu einvígi um Íslandsmeistaratitilinn í vor mættust í fyrsta sinn síðan Eyjamenn tryggðu sér bikarinn á dramatískan hátt. Gestirnir úr Eyjum höfðu greinilega fengið sér eitthvað staðgott að borða í Herjólfi því að þeir gjörsamlega keyrðu yfir heimamenn og eftir 20 mínútna leik var staðan 3-13 fyrir ÍBV. Ótrúlegar tölur en Haukar voru algjörlega ráðvilltir gegn hreyfanlegum varnarleik Eyjamanna. Ekki bætti úr skák fyrir Hauka að í þau fáu skipti sem þeir komust í vænlegt færi, varði Kolbeinn Arnarsson frá þeim með tilþrifum. Varnarleikur ÍBV skilaði fjölmörgum hraðupphlaupum og allt útlit var fyrir algjöra niðurlægingu heimamanna. Haukar náðu að berja sig í gang síðustu tíu mínutur fyrri hálfleiks, sem þeir unnu 8-3 og þegar leikmenn héldu til búningsherbergja að loknum fyrri hálfleik var staðan 11-16 fyrir ÍBV. Haukar komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og nápu að jafna metin í 16-16 eftir um níu mínútna leik. Lokakaflinn var spennandi en þar reyndust gestirnir úr Eyjum sterkari og unnu þriggja marka sigur, 23-26. Sigurinn var sanngjarn en leikmenn ÍBV léku góðan varnarleik og skoruðu mikið af auðveldum hraðaupphlaupsmörkum eftir að hafa unnið boltann af Haukum. Hreyfanlegur varnarleikur ÍBV var góður lengst af í leiknum og Andri Heimir, Einar og Theódór fóru á kostum í sókninni. Markverðir liðsins vörðu ekki mörg skot en að sama skapi ansi mikilvæg. Haukar voru lengstum úti á þekju. Þeir eiga hrós skilið að koma til baka eftir að hafa lent 3-13 undir en alltof margir lykilmenn voru hreinlega slakir í dag. Má þar nefna Árna Stein Steinþórsson, sem vill eflaust gleyma þessum leik sem fyrst. Gunnar Magnússon: Lykilleikur fyrir okkurGunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, var orðinn ansi sveittur á hliðarlínunni í síðari hálfleik. „Já, ég skal alveg viðurkenna það að ég var orðinn pínu stressaður. Við náðum ekki að skora eitt-tvö mörk sem okkur vantaði til að komast aftur í þægilega stöðu en karakterinn var góður og við náðum í þessa tvo mikilvægu punkta.“ Þjálfarinn fór ekkert í grafgötur með mikilvægi sigursins. „Við vorum einfaldlega skítlélegir á móti Val og því var algjört lykilatriði að krækja í sigur hér í dag. Efstu liðin í deildinni voru komin svolítið langt á undan okkur og við máttum ekki við því að dragast lengra aftur úr. Þetta er langur vetur en ég er gríðarlega ánægðu með mína menn í dag.“ Patrekur Jóhannesson: Það versta sem ég hef séð.„Ég hef verið með Hauka í eitt og hálft ár og þessar fyrstu 20 mínútur í dag, eru án efa versta frammistaða liðsins undir minni stjórn. Ég veit ekki hvað veldur þessu en menn gjörsamlega nötruðu inni á vellinum og voru engan veginn tilbúnir í verkefnið.“ Blaðamaður spyr Patrek að varnarleikur ÍBV hafi virkilega komið Haukamönnum svona mikið á óvart en Eyjamenn hafa leikið þessa hreyfanlegu vörn sína alveg frá því að Gunnar Magnússon tók við liðinu fyrir rúmu ári. „Nei veistu, það er ótrúlega þægilegt að mörgu leyti að undirbúa sig gegn ÍBV, einfaldlega af þeirri ástæðu að liðið er mjög vanafast í sínum áherslum og lítið sem kemur manni á óvart í sjálfu sér. Menn voru bara ekki tilbúnir og það er eitthvað sem við þurfum allir, bæði leikmenn og þjálfara, að skoða betur,“ sagði brúnaþungur þjálfari Hauka. Andri Heimir: Við förum sáttir í HerjólfAndri Heimir Friðriksson átti flottan leik fyrir ÍBV í dag en Andri skoraði sjö mörk. Hann var því brosmildur í leikslok. „Þetta var flott maður, svolítið skrítinn leikur reyndar. Við erum að spila frábærlega og komnir með þægilegt forskot en svo missum við einbeitinguna og Huakr koma til baka. Þeir eiga alveg hrós skilið fyrir það en við unnum þetta sanngjarnt að lokum að mínu mati.“ Að venju var góð stemming í herbúðum Eyjamanna í leiknum, bæði á varamannabekknum og á áhorfendapöllunum. „Já við förum sáttir heim til Eyja. Aldrei að vita nema maður fái sér ískaldan appelsínusafa til að fagna sigrinum,“ sagði Andi Heimir glottandi að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Íslandsmeistarar ÍBV unnu góðan sigur á Haukum í dag, þegar liðin mættust að Ásvöllum í Hafnarfirði. ÍBV náði mest 10 marka forystu í fyrri hálfleik en gestirnir leiddu með fimm mörkum að honum loknum, 11-16. Haukar náðu að jafna metin en Eyjamenn reyndust sterkari á lokakaflanum og lönduðu sætum sigri. Liðin sem háðu einvígi um Íslandsmeistaratitilinn í vor mættust í fyrsta sinn síðan Eyjamenn tryggðu sér bikarinn á dramatískan hátt. Gestirnir úr Eyjum höfðu greinilega fengið sér eitthvað staðgott að borða í Herjólfi því að þeir gjörsamlega keyrðu yfir heimamenn og eftir 20 mínútna leik var staðan 3-13 fyrir ÍBV. Ótrúlegar tölur en Haukar voru algjörlega ráðvilltir gegn hreyfanlegum varnarleik Eyjamanna. Ekki bætti úr skák fyrir Hauka að í þau fáu skipti sem þeir komust í vænlegt færi, varði Kolbeinn Arnarsson frá þeim með tilþrifum. Varnarleikur ÍBV skilaði fjölmörgum hraðupphlaupum og allt útlit var fyrir algjöra niðurlægingu heimamanna. Haukar náðu að berja sig í gang síðustu tíu mínutur fyrri hálfleiks, sem þeir unnu 8-3 og þegar leikmenn héldu til búningsherbergja að loknum fyrri hálfleik var staðan 11-16 fyrir ÍBV. Haukar komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og nápu að jafna metin í 16-16 eftir um níu mínútna leik. Lokakaflinn var spennandi en þar reyndust gestirnir úr Eyjum sterkari og unnu þriggja marka sigur, 23-26. Sigurinn var sanngjarn en leikmenn ÍBV léku góðan varnarleik og skoruðu mikið af auðveldum hraðaupphlaupsmörkum eftir að hafa unnið boltann af Haukum. Hreyfanlegur varnarleikur ÍBV var góður lengst af í leiknum og Andri Heimir, Einar og Theódór fóru á kostum í sókninni. Markverðir liðsins vörðu ekki mörg skot en að sama skapi ansi mikilvæg. Haukar voru lengstum úti á þekju. Þeir eiga hrós skilið að koma til baka eftir að hafa lent 3-13 undir en alltof margir lykilmenn voru hreinlega slakir í dag. Má þar nefna Árna Stein Steinþórsson, sem vill eflaust gleyma þessum leik sem fyrst. Gunnar Magnússon: Lykilleikur fyrir okkurGunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, var orðinn ansi sveittur á hliðarlínunni í síðari hálfleik. „Já, ég skal alveg viðurkenna það að ég var orðinn pínu stressaður. Við náðum ekki að skora eitt-tvö mörk sem okkur vantaði til að komast aftur í þægilega stöðu en karakterinn var góður og við náðum í þessa tvo mikilvægu punkta.“ Þjálfarinn fór ekkert í grafgötur með mikilvægi sigursins. „Við vorum einfaldlega skítlélegir á móti Val og því var algjört lykilatriði að krækja í sigur hér í dag. Efstu liðin í deildinni voru komin svolítið langt á undan okkur og við máttum ekki við því að dragast lengra aftur úr. Þetta er langur vetur en ég er gríðarlega ánægðu með mína menn í dag.“ Patrekur Jóhannesson: Það versta sem ég hef séð.„Ég hef verið með Hauka í eitt og hálft ár og þessar fyrstu 20 mínútur í dag, eru án efa versta frammistaða liðsins undir minni stjórn. Ég veit ekki hvað veldur þessu en menn gjörsamlega nötruðu inni á vellinum og voru engan veginn tilbúnir í verkefnið.“ Blaðamaður spyr Patrek að varnarleikur ÍBV hafi virkilega komið Haukamönnum svona mikið á óvart en Eyjamenn hafa leikið þessa hreyfanlegu vörn sína alveg frá því að Gunnar Magnússon tók við liðinu fyrir rúmu ári. „Nei veistu, það er ótrúlega þægilegt að mörgu leyti að undirbúa sig gegn ÍBV, einfaldlega af þeirri ástæðu að liðið er mjög vanafast í sínum áherslum og lítið sem kemur manni á óvart í sjálfu sér. Menn voru bara ekki tilbúnir og það er eitthvað sem við þurfum allir, bæði leikmenn og þjálfara, að skoða betur,“ sagði brúnaþungur þjálfari Hauka. Andri Heimir: Við förum sáttir í HerjólfAndri Heimir Friðriksson átti flottan leik fyrir ÍBV í dag en Andri skoraði sjö mörk. Hann var því brosmildur í leikslok. „Þetta var flott maður, svolítið skrítinn leikur reyndar. Við erum að spila frábærlega og komnir með þægilegt forskot en svo missum við einbeitinguna og Huakr koma til baka. Þeir eiga alveg hrós skilið fyrir það en við unnum þetta sanngjarnt að lokum að mínu mati.“ Að venju var góð stemming í herbúðum Eyjamanna í leiknum, bæði á varamannabekknum og á áhorfendapöllunum. „Já við förum sáttir heim til Eyja. Aldrei að vita nema maður fái sér ískaldan appelsínusafa til að fagna sigrinum,“ sagði Andi Heimir glottandi að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira