Yfirmenn Honda taka á sig launalækkun vegna afturkallana Finnur Thorlacius skrifar 24. október 2014 12:03 Honda Jazz. Yfirleitt taka yfirmenn fyrirtækja ekki á sig mikla ábyrgð vegna mistaka. Þannig er þetta ekki á bæ Honda í Japan. Þar hafa yfirmenn nú tekið á sig allt að 20% launalækkun vegna afturköllunar á Honda Jazz bílnum, en bílar af þeirri gerð hafa 5 sinnum verið afturkallaðir vegna galla í bílunum. Þessir gallar hafa ekki orðið til slysa eða dauðsfalla, en hefur engu að síður kostað Honda mikið. Yfirmaður framleiðslu Honda Jazz lækkar í launum um 20% og 10 undirmenn hans taka á sig 10% launalækkun vegna gallanna. Þá hefur Honda búið til ný störf til að gæta að gæðum sinna bíla í kjölfar þessara afturkallana. Það er ekki tekið út með sældinni að gera mistök við vinnu sína í Japan og mættu vestrænar þjóðir ef til vill taka þessa afstöðu þeirra til fyrirmyndar. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent
Yfirleitt taka yfirmenn fyrirtækja ekki á sig mikla ábyrgð vegna mistaka. Þannig er þetta ekki á bæ Honda í Japan. Þar hafa yfirmenn nú tekið á sig allt að 20% launalækkun vegna afturköllunar á Honda Jazz bílnum, en bílar af þeirri gerð hafa 5 sinnum verið afturkallaðir vegna galla í bílunum. Þessir gallar hafa ekki orðið til slysa eða dauðsfalla, en hefur engu að síður kostað Honda mikið. Yfirmaður framleiðslu Honda Jazz lækkar í launum um 20% og 10 undirmenn hans taka á sig 10% launalækkun vegna gallanna. Þá hefur Honda búið til ný störf til að gæta að gæðum sinna bíla í kjölfar þessara afturkallana. Það er ekki tekið út með sældinni að gera mistök við vinnu sína í Japan og mættu vestrænar þjóðir ef til vill taka þessa afstöðu þeirra til fyrirmyndar.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent