CNOOC sagt íhuga leit á landgrunni Noregs Kristján Már Unnarsson skrifar 24. október 2014 10:45 Fulltrúar CNOOC á fundi í Reykjavík á mánudag um olíuleit á Drekasvæðinu. Stöð 2/Björn Sigurðsson. Kínverski olíurísinn CNOOC, sem er með sérleyfi á Drekasvæðinu, kannar nú möguleika á að taka þátt í olíuleitarútboði Noregs í suðaustur Barentshafi árið 2016, að því er Bloomberg-fréttastofan greinir frá í gær. Bloomberg segir að kínverska ríkisolíufélagið hunsi þannig þá frystingu sem stjórnvöld í Kína hafa beitt Norðmenn eftir að friðarverðlaun Nóbels voru veitt kínverskum andófsmanni árið 2010. Fréttin hefur vakið mikla athygli í Noregi, NTB-fréttastofan tók hana upp, og fjöldi norskra fjölmiðla hefur fjallað um málið. Bloomberg segist í krafti laga um upplýsingaskyldu stjórnvalda í Noregi hafa fengið aðgang að tölvupósti sem CNOOC sendi Olíustofnun Noregs þar sem fyrirtækið kannar möguleikar á að kaupa rannsóknargögn vegna Barentshafs. Í frétt Bloomberg kemur fram að rannsóknargögnin séu einnig um Jan Mayen-svæðið. Jafnframt er greint frá því að CNOOC sé orðinn samstarfsaðili norska ríkisolíufélagsins Petoro í gegnum sérleyfi í lögsögu Íslands. Fréttunum fylgja miklar bollaleggingar um stirðleikann í samskiptum Noregs og Kína og tilraunir norskra stjórnvalda til að koma á þýðu. Norska ríkisstjórnin hafi þannig reynt að blíðka kínversk stjórnvöld með því að ráðherrar neituðu að hitta Dalai Lama í Noregsheimsókn hans í maí. Spyrja má hvort Bloomberg og norsku miðlarnir gangi of langt í ályktun um áhuga CNOOC á landgrunni Noregs. Rannsóknargögnin um suðaustur Barentshaf og Jan Mayen-svæðið eru nefnilega seld saman í einum pakka fyrir 12 milljónir norskra króna, eða 220 milljónir íslenskra króna, og ná einnig yfir íslenska Drekasvæðið. Vera má á að CNOOC sé eingöngu að kaupa gögnin vegna olíuleitar á Drekasvæðinu en þangað áformar félagið að senda rannsóknarleiðangra strax næsta sumar, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 fyrr í vikunni. Fulltrúi norska ríkisolíufélagsins Petoro, konan fyrir miðri mynd, sat fund sérleyfishafanna í Reykjavík.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Olíuleit á Drekasvæði Noregur Kína Tengdar fréttir Segir ástæðulaust að óttast Kínverja Helsti sérfræðingur norræna Nordea-bankans um olíuiðnaðinn, Thina Saltvedt, segir fátt benda til þess að olíuútrás Kínverja sé fyrst og fremst til að soga olíuna til eigin heimalands. 28. júní 2014 13:00 2,5 milljarðar í olíuleit á Drekasvæði á næsta ári Sérleyfishafar á Drekasvæðinu áforma að verja tveimur og hálfum milljarði króna til olíuleitar á Drekasvæðinu á næsta ári. 15. október 2014 19:15 Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45 Kínverjar mættir til að hefja olíuleitina Leyfishafar á Drekasvæðinu undir forystu kínverska félagsins CNOOC ákváðu á fundi í dag að hraðar yrði farið af stað í olíuleitina en áætlanir gerðu ráð fyrir. 20. október 2014 20:15 Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Kínverski olíurísinn CNOOC, sem er með sérleyfi á Drekasvæðinu, kannar nú möguleika á að taka þátt í olíuleitarútboði Noregs í suðaustur Barentshafi árið 2016, að því er Bloomberg-fréttastofan greinir frá í gær. Bloomberg segir að kínverska ríkisolíufélagið hunsi þannig þá frystingu sem stjórnvöld í Kína hafa beitt Norðmenn eftir að friðarverðlaun Nóbels voru veitt kínverskum andófsmanni árið 2010. Fréttin hefur vakið mikla athygli í Noregi, NTB-fréttastofan tók hana upp, og fjöldi norskra fjölmiðla hefur fjallað um málið. Bloomberg segist í krafti laga um upplýsingaskyldu stjórnvalda í Noregi hafa fengið aðgang að tölvupósti sem CNOOC sendi Olíustofnun Noregs þar sem fyrirtækið kannar möguleikar á að kaupa rannsóknargögn vegna Barentshafs. Í frétt Bloomberg kemur fram að rannsóknargögnin séu einnig um Jan Mayen-svæðið. Jafnframt er greint frá því að CNOOC sé orðinn samstarfsaðili norska ríkisolíufélagsins Petoro í gegnum sérleyfi í lögsögu Íslands. Fréttunum fylgja miklar bollaleggingar um stirðleikann í samskiptum Noregs og Kína og tilraunir norskra stjórnvalda til að koma á þýðu. Norska ríkisstjórnin hafi þannig reynt að blíðka kínversk stjórnvöld með því að ráðherrar neituðu að hitta Dalai Lama í Noregsheimsókn hans í maí. Spyrja má hvort Bloomberg og norsku miðlarnir gangi of langt í ályktun um áhuga CNOOC á landgrunni Noregs. Rannsóknargögnin um suðaustur Barentshaf og Jan Mayen-svæðið eru nefnilega seld saman í einum pakka fyrir 12 milljónir norskra króna, eða 220 milljónir íslenskra króna, og ná einnig yfir íslenska Drekasvæðið. Vera má á að CNOOC sé eingöngu að kaupa gögnin vegna olíuleitar á Drekasvæðinu en þangað áformar félagið að senda rannsóknarleiðangra strax næsta sumar, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 fyrr í vikunni. Fulltrúi norska ríkisolíufélagsins Petoro, konan fyrir miðri mynd, sat fund sérleyfishafanna í Reykjavík.Stöð 2/Björn Sigurðsson.
Olíuleit á Drekasvæði Noregur Kína Tengdar fréttir Segir ástæðulaust að óttast Kínverja Helsti sérfræðingur norræna Nordea-bankans um olíuiðnaðinn, Thina Saltvedt, segir fátt benda til þess að olíuútrás Kínverja sé fyrst og fremst til að soga olíuna til eigin heimalands. 28. júní 2014 13:00 2,5 milljarðar í olíuleit á Drekasvæði á næsta ári Sérleyfishafar á Drekasvæðinu áforma að verja tveimur og hálfum milljarði króna til olíuleitar á Drekasvæðinu á næsta ári. 15. október 2014 19:15 Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45 Kínverjar mættir til að hefja olíuleitina Leyfishafar á Drekasvæðinu undir forystu kínverska félagsins CNOOC ákváðu á fundi í dag að hraðar yrði farið af stað í olíuleitina en áætlanir gerðu ráð fyrir. 20. október 2014 20:15 Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Segir ástæðulaust að óttast Kínverja Helsti sérfræðingur norræna Nordea-bankans um olíuiðnaðinn, Thina Saltvedt, segir fátt benda til þess að olíuútrás Kínverja sé fyrst og fremst til að soga olíuna til eigin heimalands. 28. júní 2014 13:00
2,5 milljarðar í olíuleit á Drekasvæði á næsta ári Sérleyfishafar á Drekasvæðinu áforma að verja tveimur og hálfum milljarði króna til olíuleitar á Drekasvæðinu á næsta ári. 15. október 2014 19:15
Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45
Kínverjar mættir til að hefja olíuleitina Leyfishafar á Drekasvæðinu undir forystu kínverska félagsins CNOOC ákváðu á fundi í dag að hraðar yrði farið af stað í olíuleitina en áætlanir gerðu ráð fyrir. 20. október 2014 20:15
Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45