McGregor ætlar að gera allt vitlaust í Brasilíu 23. október 2014 22:30 Conor er hér til hægri fyrir síðasta bardaga sinn gegn Dustin Poirier. vísir/getty Vélbyssukjafturinn frá Írlandi, Conor McGregor, heldur áfram að stela senunni fyrir UFC-bardagakvöld helgarinnar þó svo hann sé ekki að fara að keppa. Þá tekur heimsmeistarinn í fjaðurvigt, Jose Aldo, á móti Chad Mendes í Brasilíu. Sigurvegarinn mun svo líklega mæta McGregor í kjölfarið en hann hefur flogið upp styrkleikalistann síðustu mánuði. McGregor er á leið til Brasilíu þar sem hann ætlar að halda áfram að gera allt vitlaust og ögra bæði Aldo og Mendes. „Brasilísku áhorfendurnir eru eins og þeir írsku þannig að ég ætla að gera allt brjálað þarna," sagði McGregor. „Alvöru unnendur íþróttarinnar vita hver ég er. Það munu allir í húsinu þekkja mig. Ég stórefast um að ég muni fá góðar móttökur en ég mun njóta þess. Þetta er viðskipta- og skemmtiferð. Ég mun njóta þess að vera ekki að keppa en allt sem ég geri snýst um risaviðskipti. „Planið er að fara til Brasilíu í einkaþotu stjórnarformanns UFC en í mínum huga vil ég aðeins ferðast um í eigin einkaþotu." Bardagakvöldið verður í beinni á Stöð 2 Sport á laugardag. Þetta er annar bardagi Aldo og Mendes en hvernig heldur McGregor að þetta fari? „Ég held að þetta verði svipað og síðast hjá þeim. Tæknin brást Mendes í fyrri bardaganum og hann hefur ekki enn lagað sinn stíl. Mér finnst Chad vera búinn að vera. Ég hef ekki mikið álit á hvorugum. Ég mun bara njóta þess að horfa." Hér að neðan má sjá tíst frá McGregor þar sem hann staðfestir að hann sé þegar orðinn stjarna bardagakvöldsins um helgina og er til í meira.UFC 178 - The McGregor Show. UFC 179 - The McGregor Show. UFC 180 - Just say the word and its done... @lorenzofertitta @danawhite.— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) October 23, 2014 MMA Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Fleiri fréttir „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sjá meira
Vélbyssukjafturinn frá Írlandi, Conor McGregor, heldur áfram að stela senunni fyrir UFC-bardagakvöld helgarinnar þó svo hann sé ekki að fara að keppa. Þá tekur heimsmeistarinn í fjaðurvigt, Jose Aldo, á móti Chad Mendes í Brasilíu. Sigurvegarinn mun svo líklega mæta McGregor í kjölfarið en hann hefur flogið upp styrkleikalistann síðustu mánuði. McGregor er á leið til Brasilíu þar sem hann ætlar að halda áfram að gera allt vitlaust og ögra bæði Aldo og Mendes. „Brasilísku áhorfendurnir eru eins og þeir írsku þannig að ég ætla að gera allt brjálað þarna," sagði McGregor. „Alvöru unnendur íþróttarinnar vita hver ég er. Það munu allir í húsinu þekkja mig. Ég stórefast um að ég muni fá góðar móttökur en ég mun njóta þess. Þetta er viðskipta- og skemmtiferð. Ég mun njóta þess að vera ekki að keppa en allt sem ég geri snýst um risaviðskipti. „Planið er að fara til Brasilíu í einkaþotu stjórnarformanns UFC en í mínum huga vil ég aðeins ferðast um í eigin einkaþotu." Bardagakvöldið verður í beinni á Stöð 2 Sport á laugardag. Þetta er annar bardagi Aldo og Mendes en hvernig heldur McGregor að þetta fari? „Ég held að þetta verði svipað og síðast hjá þeim. Tæknin brást Mendes í fyrri bardaganum og hann hefur ekki enn lagað sinn stíl. Mér finnst Chad vera búinn að vera. Ég hef ekki mikið álit á hvorugum. Ég mun bara njóta þess að horfa." Hér að neðan má sjá tíst frá McGregor þar sem hann staðfestir að hann sé þegar orðinn stjarna bardagakvöldsins um helgina og er til í meira.UFC 178 - The McGregor Show. UFC 179 - The McGregor Show. UFC 180 - Just say the word and its done... @lorenzofertitta @danawhite.— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) October 23, 2014
MMA Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Fleiri fréttir „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sjá meira