Vatnafimleikar á snjósleðum Finnur Thorlacius skrifar 23. október 2014 13:44 Eigendur snjósleða vita margir að hægt er að aka þeim á vatni ef nægilega hratt er farið. Vafalaust hafa þó fæstir þeirra stokkið marga metra í loft upp og lent á vatni án þess að sökkva sleðunum. Þetta tekst þó þessum ofurhugum á ókunnum stað í Bandaríkjunum. Ekki nóg með hrikaleg stökk þeirra á sleðunum þá stökkva þeir yfir aðvífandi hraðbát og úr því verður mikið sjónarspil. Það skal tekið fram að gjörningur þeirra er ekki af auðveldara taginu og líklega ógjörningur fyrir aðra en þá sem náð hafa miklum tökum á snjósleðakstri. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent
Eigendur snjósleða vita margir að hægt er að aka þeim á vatni ef nægilega hratt er farið. Vafalaust hafa þó fæstir þeirra stokkið marga metra í loft upp og lent á vatni án þess að sökkva sleðunum. Þetta tekst þó þessum ofurhugum á ókunnum stað í Bandaríkjunum. Ekki nóg með hrikaleg stökk þeirra á sleðunum þá stökkva þeir yfir aðvífandi hraðbát og úr því verður mikið sjónarspil. Það skal tekið fram að gjörningur þeirra er ekki af auðveldara taginu og líklega ógjörningur fyrir aðra en þá sem náð hafa miklum tökum á snjósleðakstri.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent