Toyota greiðir konu 1.500 milljónir vegna ófullnægjandi öryggisbeltis Finnur Thorlacius skrifar 23. október 2014 10:00 Toyota 4Runner. Í þessari viku var kveðinn upp sá dómur í Kaliforníu að Toyota skuli gert að greiða 22 ára konu 1.500 milljónir króna í skaðabætur vegna ófullnægjandi öryggisbeltis í bíl sem hún var farþegi í. Konan er nú lömuð fyrir neðan mitti, en hún var farþegi í bílnum sem lenti á tré á um 50 kílómetra ferð. Það athygliverða við þenna dóm er að konan valdi það sjálfviljug að setjast uppí bíl hjá drukknum ökumanni, en hún var 17 ára þegar slysið varð árið 2010. Í bílnum var öryggisbelti í aftursætinu sem aðeins strengist yfir mitti farþega og þegar bíllinn endaði á tré kastaðist efri hluti líkama konunnar fram með þeim afleiðingum að hún hlaut mænuskaða og lamaðist. Dómarinn í málinu taldi að þessháttar öryggisbelti væri ófullnægjandi og beltið ætti að ná yfir axlir farþega eins og flest öryggisbelti bíla eru. Bílgerðin var Toyota 4Runner af árgerð 1996. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent
Í þessari viku var kveðinn upp sá dómur í Kaliforníu að Toyota skuli gert að greiða 22 ára konu 1.500 milljónir króna í skaðabætur vegna ófullnægjandi öryggisbeltis í bíl sem hún var farþegi í. Konan er nú lömuð fyrir neðan mitti, en hún var farþegi í bílnum sem lenti á tré á um 50 kílómetra ferð. Það athygliverða við þenna dóm er að konan valdi það sjálfviljug að setjast uppí bíl hjá drukknum ökumanni, en hún var 17 ára þegar slysið varð árið 2010. Í bílnum var öryggisbelti í aftursætinu sem aðeins strengist yfir mitti farþega og þegar bíllinn endaði á tré kastaðist efri hluti líkama konunnar fram með þeim afleiðingum að hún hlaut mænuskaða og lamaðist. Dómarinn í málinu taldi að þessháttar öryggisbelti væri ófullnægjandi og beltið ætti að ná yfir axlir farþega eins og flest öryggisbelti bíla eru. Bílgerðin var Toyota 4Runner af árgerð 1996.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent