Benz selur Tesla bréfin Finnur Thorlacius skrifar 22. október 2014 09:41 Tesla Model S og Mercedes Benz S-Class. Daimler AG, móðurfélag Mercedes Benz hefur selt þann 4% hlut sem fyrirtækið átti í bandaríska rafbílaframleiðandanum Tesla. Fyrir þann hlut fékk Daimler 94 milljarða króna og hefur þessi fjárfesting Daimler skilað miklum hagnaði. Það var reyndar ekki upphaflega ástæðan fyrir kaupum Daimler á hlutum í Tesla. Tesla hefur útvegað Mercedes Benz íhluti í tvinn- og rafmagnsbíla þeirra á undaförnum árum og því kom þessi fjárfesting til. Það að Daimler selji þessi bréf boðar ekki endalok samstarfs Mercedes Benz við Tesla og mun Tesla áfram selja Benz íhluti í rafmagnsdrifrásir. Forstjóri Daimler lét hinsvegar hafa eftir sér að þróun á rafmagnsbílum Mercedes Benz sé að vissu leiti lokið og því ekki sama ástæða fyrir samstarfinu við Tesla. Við þær fréttir að Daimler hefði selt bréf sín í Tesla lækkuðu bréfin í kauphöllinni í New York um 3%. Þau eru þó enn mjög hátt skráð, eða á 235,34 dollarar á hlut. Bréfin hafa hækkað um 56% á árinu, en ávöxtun þeirra hefur verið stjarnfræðileg á undanförnum árum. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent
Daimler AG, móðurfélag Mercedes Benz hefur selt þann 4% hlut sem fyrirtækið átti í bandaríska rafbílaframleiðandanum Tesla. Fyrir þann hlut fékk Daimler 94 milljarða króna og hefur þessi fjárfesting Daimler skilað miklum hagnaði. Það var reyndar ekki upphaflega ástæðan fyrir kaupum Daimler á hlutum í Tesla. Tesla hefur útvegað Mercedes Benz íhluti í tvinn- og rafmagnsbíla þeirra á undaförnum árum og því kom þessi fjárfesting til. Það að Daimler selji þessi bréf boðar ekki endalok samstarfs Mercedes Benz við Tesla og mun Tesla áfram selja Benz íhluti í rafmagnsdrifrásir. Forstjóri Daimler lét hinsvegar hafa eftir sér að þróun á rafmagnsbílum Mercedes Benz sé að vissu leiti lokið og því ekki sama ástæða fyrir samstarfinu við Tesla. Við þær fréttir að Daimler hefði selt bréf sín í Tesla lækkuðu bréfin í kauphöllinni í New York um 3%. Þau eru þó enn mjög hátt skráð, eða á 235,34 dollarar á hlut. Bréfin hafa hækkað um 56% á árinu, en ávöxtun þeirra hefur verið stjarnfræðileg á undanförnum árum.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent