Stjórn LH harmar atburðarásina Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. október 2014 13:44 Frá Landsmóti hestamanna á Hellu 2014. vísir/bjarni þór Fráfarandi stjórn Landssambands hestamanna (LH) vill koma því á framfæri að það hafi verið sameiginleg ákvörðun fráfarandi stjórnar að segja af sér þinginu um helgina í framhaldi af afsögn formannsins Haralds Þórarinssonar. Þeir harmi þessa atburðarás og í ljósi stöðunnar telji stjórnin þetta rétta ákvörðun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá LH. Landsþingi Landssambands hestamanna (LH) var frestað um síðustu helgi og verður framhaldið þann 8. nóvember næstkomandi. Ástæða þess er að formaður LH sagði af sér á fundinum sem og öll stjórn sambandsins vegna deilna um landsmótsstað árið 2016. „Ákveðið var að koma hreint fram og heiðarlega fyrir Landsþing og draga til baka viljayfirlýsingu við Gullhyl ehf. um að halda landsmót hestmanna árið 2016. Með því gerðum við ráð fyrir því að fá málefnalegar umræður um landsmót hestamanna og framtíð þeirra. Svo varð ekki,“ segir í tilkynningunni. Stjórnin taldi það skynsamlegast að draga viljayfirlýsingu við Gullhyl til baka og færa mótið á þann stað sem hún telur að mót á borð við landsmót þarfnist. Því vilji stjórnin árétta að engin lög eða reglur hafi verið brotnar af þeirra hálfu. „Umræðan sem orðið hefur innan sem utan hreyfingarinnar í kjölfar þessa, er okkur hestamönnum ekki til framdráttar. Ósannindi og ærumeiðingar hafa átt sér stað í garð fyrrum formanns og stjórnarmanna og er það miður. Við viljum ítreka það að við höfum unnið með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi og vonum að svo verði einnig hjá þeim sem taka við,“ segir í tilkynningunni. Hestar Tengdar fréttir Skagfirðingar segja sig hafa verið svikna Formaður Landssambands hestamanna (LH) sagði af sér á landsþingi sambandsins um síðustu helgi. Miklar deilur eru um staðsetningu landsmóts árið 2016. "Stjórn LH hefur ekki unnið af heilindum,“ segir Jónína Stefánsdóttir, formaður Stíganda. 21. október 2014 07:00 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
Fráfarandi stjórn Landssambands hestamanna (LH) vill koma því á framfæri að það hafi verið sameiginleg ákvörðun fráfarandi stjórnar að segja af sér þinginu um helgina í framhaldi af afsögn formannsins Haralds Þórarinssonar. Þeir harmi þessa atburðarás og í ljósi stöðunnar telji stjórnin þetta rétta ákvörðun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá LH. Landsþingi Landssambands hestamanna (LH) var frestað um síðustu helgi og verður framhaldið þann 8. nóvember næstkomandi. Ástæða þess er að formaður LH sagði af sér á fundinum sem og öll stjórn sambandsins vegna deilna um landsmótsstað árið 2016. „Ákveðið var að koma hreint fram og heiðarlega fyrir Landsþing og draga til baka viljayfirlýsingu við Gullhyl ehf. um að halda landsmót hestmanna árið 2016. Með því gerðum við ráð fyrir því að fá málefnalegar umræður um landsmót hestamanna og framtíð þeirra. Svo varð ekki,“ segir í tilkynningunni. Stjórnin taldi það skynsamlegast að draga viljayfirlýsingu við Gullhyl til baka og færa mótið á þann stað sem hún telur að mót á borð við landsmót þarfnist. Því vilji stjórnin árétta að engin lög eða reglur hafi verið brotnar af þeirra hálfu. „Umræðan sem orðið hefur innan sem utan hreyfingarinnar í kjölfar þessa, er okkur hestamönnum ekki til framdráttar. Ósannindi og ærumeiðingar hafa átt sér stað í garð fyrrum formanns og stjórnarmanna og er það miður. Við viljum ítreka það að við höfum unnið með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi og vonum að svo verði einnig hjá þeim sem taka við,“ segir í tilkynningunni.
Hestar Tengdar fréttir Skagfirðingar segja sig hafa verið svikna Formaður Landssambands hestamanna (LH) sagði af sér á landsþingi sambandsins um síðustu helgi. Miklar deilur eru um staðsetningu landsmóts árið 2016. "Stjórn LH hefur ekki unnið af heilindum,“ segir Jónína Stefánsdóttir, formaður Stíganda. 21. október 2014 07:00 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
Skagfirðingar segja sig hafa verið svikna Formaður Landssambands hestamanna (LH) sagði af sér á landsþingi sambandsins um síðustu helgi. Miklar deilur eru um staðsetningu landsmóts árið 2016. "Stjórn LH hefur ekki unnið af heilindum,“ segir Jónína Stefánsdóttir, formaður Stíganda. 21. október 2014 07:00