Norsku konunni sem smitaðist af ebólu í Síerra Leóne er ekki lengur haldið í einangrun á Ullevål sjúkrahúsinu í Ósló.
Í byrjun októbermánaðar var greint frá því að norskur læknir sem starfað hefur með Læknum án landamæra (MSF) í Síerra Leóne hefði smitast af ebólu. Var læknirinn fluttur til Noregs til meðferðar.
Lækninum var þá komið fyrir í einangrun eftir að rannsóknir hefðu sannreynt að hún hefði smitast af veirunni. Læknirinn var fyrsti Norðmaðurinn sem smitast af ebólu.
Fulltrúar sjúkrahússins og Lækna án landamæra munu halda blaðamannafund síðar í dag þar sem spurningum um meðhöndlun konunnar verður svarað.
Norski ebólusjúklingurinn laus úr einangrun

Tengdar fréttir

Þrír til viðbótar í einangrun á Spáni
Ebólusmitaði hjúkrunarfræðingurinn á Spáni smitaðist þrátt fyrir varúðarráðstafanir, sem virðast þó ekki hafa fullnægt ströngustu kröfum. Norskur læknir, sem smitaðist af ebóluveirunni í Síerra Leóne, var í gær fluttur á sjúkrahús í Noregi.

„Núna horfir heimurinn á þennan hræðilega faraldur og útbreiðslu hans“
Smitsjúkdómalæknir hjá Landsspítalanum hefur segir stöðu ebólufaraldsins grafalvarlega.

Norskur læknir með ebólu
Norskur læknir sem starfað hefur með Læknum án landamæra í Síerra Leóne hefur smitast af ebólu og verður flutt heim til Noregs til meðferðar