Brjóstaauglýsing olli 517 árekstrum í Moskvu Finnur Thorlacius skrifar 20. október 2014 10:20 Svona auglýsingar virðast ekki heppilegar á götum Moskvuborgar. Auglýsing símafyrirtækis á 30 flutningabílum olli alls 517 árekstrum á götum Moskvuborgar á einum degi í síðustu viku. Auglýsingin, sem var risastór, sýnir fagran barm konu og vegfarendum í borginni varð svo starsýnt á hana að hrina aftanákeyrsla varð á þessum eina degi. Viðbrögð símafyrirtækisins eru þau að bæta þeim sem urðu fyrir tjóni það sem ekki verður bætt af tryggingarfélögum. Einn vegfarenda lýsti upplifun sinni þannig að hann hafi verið á leið á fund er hann tók eftir þessari risaauglýsingu og örskömmu síðar hafi bíll ekið aftan á hann og að sá sem ók á hann hafi gefið þá skýringu að hann hafi algjörlega misst athygli við aksturinn. Ekki er mikil ánægja með þessar auglýsingar í Moskvu þó svo hún fangi sannarlega athygli vegfarenda. Auglýsingastofan sem fyrir þeim stendur segir að meiningin hafi verið að færa fyrirtækjum nýjan auglýsingakost með stórum auglýsingum á þessum flutningabílum, en ekki er víst að framhald verði á eftir þessi ofurviðbrögð vegfarenda. Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent
Auglýsing símafyrirtækis á 30 flutningabílum olli alls 517 árekstrum á götum Moskvuborgar á einum degi í síðustu viku. Auglýsingin, sem var risastór, sýnir fagran barm konu og vegfarendum í borginni varð svo starsýnt á hana að hrina aftanákeyrsla varð á þessum eina degi. Viðbrögð símafyrirtækisins eru þau að bæta þeim sem urðu fyrir tjóni það sem ekki verður bætt af tryggingarfélögum. Einn vegfarenda lýsti upplifun sinni þannig að hann hafi verið á leið á fund er hann tók eftir þessari risaauglýsingu og örskömmu síðar hafi bíll ekið aftan á hann og að sá sem ók á hann hafi gefið þá skýringu að hann hafi algjörlega misst athygli við aksturinn. Ekki er mikil ánægja með þessar auglýsingar í Moskvu þó svo hún fangi sannarlega athygli vegfarenda. Auglýsingastofan sem fyrir þeim stendur segir að meiningin hafi verið að færa fyrirtækjum nýjan auglýsingakost með stórum auglýsingum á þessum flutningabílum, en ekki er víst að framhald verði á eftir þessi ofurviðbrögð vegfarenda.
Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent