Skjálfti af stærð 5,1 varð klukkan 08:54 í morgun við norðanverða brún Bárðarbunguöskjunnar. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að enn sé mikil virkni við Bárðarbungu. Nokkrir skjálftar milli 4 og 5 hafa mælst síðasta sólarhringinn.
Vel sást til gossins á vefmyndavélum í nótt og fram á morguninn og virtist svipaður gangur í gosinu og verið hefur. Nú er hins vegar slæmt skyggni á svæðinu og ekkert að sjá á vefmyndavélum.
