Bíllinn er ansi stór, en hann er lengri en BMW X6, en talsvert lægri og mjórri. Útlit hans endurspeglar ef til breyttar áherslur hjá Fiat fyrirtækinu sem nú er orðið „amerískt“, eins og fráfarandi forstjóri Ferrari orðaði það um daginn.
Tilraunabíllinn er kallaður FCC4 og stendur það fyrir Fiat Concept Car með 4 hurðum og er hann teiknaður í hönnunardeild Fiat í S-Ameríku, en Fiat framleiðir mikið af sínum bílum í S-Ameríku. Þessum bíl verður þess vegna aðallega beint að þeim markaði ef af framleiðslu hans verður.
