Fiat slítur tengslin við Ferrari Finnur Thorlacius skrifar 30. október 2014 14:14 Ferrari 458 Speciale. Fiat hefur átt Ferrari í 45 ár, en ætlar nú að slíta tengslin við þennan þekkta sportbílaframleiðanda. Sá gjörningur eru þó með undarlegum hætti framkvæmdur en 10% hlutafjár í Ferrari fer á almennan markað en núverandi eigendur Fiat Chrysler Automobiles (FCA) munu eignast 90% hlutafjárins. Þar með eignast Agnelli fjölskyldan, sem á um 30% í FCA ein 27% í Ferrari. Afskipti Fiat af Ferrari verða með þessu engin og félagið fær að starfa alveg sjálfstætt og telur Forstjóri Fiat, Sergio Marchionne, þetta mikið gæfuspor fyrir Ferrari. Fiat Chrysler Automobiles var sjálft skráð á hlutabréfamarkaðinn í New York fyrr í þessum mánuði. Með því að selja hlutabréf í Ferrari mun Fiat auka mjög við lausafé sitt, enda mikil þörf á það sem fyrirtækið ætlar að eyða 60 milljörðum dollara á næstu árum við þróun Fiat og Chrysler bíla. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent
Fiat hefur átt Ferrari í 45 ár, en ætlar nú að slíta tengslin við þennan þekkta sportbílaframleiðanda. Sá gjörningur eru þó með undarlegum hætti framkvæmdur en 10% hlutafjár í Ferrari fer á almennan markað en núverandi eigendur Fiat Chrysler Automobiles (FCA) munu eignast 90% hlutafjárins. Þar með eignast Agnelli fjölskyldan, sem á um 30% í FCA ein 27% í Ferrari. Afskipti Fiat af Ferrari verða með þessu engin og félagið fær að starfa alveg sjálfstætt og telur Forstjóri Fiat, Sergio Marchionne, þetta mikið gæfuspor fyrir Ferrari. Fiat Chrysler Automobiles var sjálft skráð á hlutabréfamarkaðinn í New York fyrr í þessum mánuði. Með því að selja hlutabréf í Ferrari mun Fiat auka mjög við lausafé sitt, enda mikil þörf á það sem fyrirtækið ætlar að eyða 60 milljörðum dollara á næstu árum við þróun Fiat og Chrysler bíla.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent