Á sýningunni Ertu viss? sem opnuð verður í Týsgalleríi í dag, fimmtudaginn 30. október sýnir Björk Guðnadóttir myndlistarmaður þrjú ljósmyndaverk og myndbandsverk sem hún hefur gert á síðustu tveimur árum. Þau verk eru „sigld“ því þau voru sýnd í Búdapest í sumar.
Annars notar Björk yfirleitt margskonar efnivið í sín listaverk, plast, ullargarn, léreft, vax og gifs og mótar hann á margvíslegan hátt.
Björk nam klæðskurð við École Superieure de la Mode og Ateleier Hourdé í París á árunum 1991–1994. Hún stundaði framhaldsnám í myndlist bæði í Noregi og Svíþjóð og útskrifaði st með MFA gráðu árið 1999. Frá útskrift hefur hún starfað í listinni, haldið margar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Verk eftir hana eru í eigu safnara og listasafna.
Sýningin verður opnuð klukkan 17.
Ertu viss? spyr Björk Guðnadóttir
