Nýir BMW X5 M og X6 M Finnur Thorlacius skrifar 30. október 2014 09:27 Nýr BMW X5 M. BMW mun kynna aðra kynslóð kraftabílanna X5 M og X6 M á bílasýningunni í Los Angeles, sem brátt fer að hefjast. Bílarnir munu áfram vera með 4,4 lítra V8 vélar með tveimur forþjöppum. Aflið fer upp um nokkur hestöfl, úr 555 í 567. Það afl verður tiltækt á 2.200-5.000 snúningum en var til staðar á 1.500-5.650 snúningum í eldri bílnum. Það vinnst þó vonandi upp með meira togi, sem nú verður 553 pund/fet en var 500 áður. Átta gíra Steptronic sjálfskipting verður í nýja bílnum, en eldri gerðin var með 6 gíra sjálfskiptingu. xDrive fjórhjóladrifið í bílnum getur sent allt aflið til hvors öxuls sem er í einu, allt eftir því hvar grip finnst. Bíllinn er nú með stillanlegri loftpúðafjöðrun og stór og breið dekk hans eru á 21 tommu felgum. Eyðsla bílsins hefur minnkað um heil 20% og CO2 mengun hans einnig. BMW X5 M og X6 M eru nú sléttar 4 sekúndur uppí 100 km hraða, hreint magnað fyrir stóra jeppa sem vega vel yfir 2 tonn. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent
BMW mun kynna aðra kynslóð kraftabílanna X5 M og X6 M á bílasýningunni í Los Angeles, sem brátt fer að hefjast. Bílarnir munu áfram vera með 4,4 lítra V8 vélar með tveimur forþjöppum. Aflið fer upp um nokkur hestöfl, úr 555 í 567. Það afl verður tiltækt á 2.200-5.000 snúningum en var til staðar á 1.500-5.650 snúningum í eldri bílnum. Það vinnst þó vonandi upp með meira togi, sem nú verður 553 pund/fet en var 500 áður. Átta gíra Steptronic sjálfskipting verður í nýja bílnum, en eldri gerðin var með 6 gíra sjálfskiptingu. xDrive fjórhjóladrifið í bílnum getur sent allt aflið til hvors öxuls sem er í einu, allt eftir því hvar grip finnst. Bíllinn er nú með stillanlegri loftpúðafjöðrun og stór og breið dekk hans eru á 21 tommu felgum. Eyðsla bílsins hefur minnkað um heil 20% og CO2 mengun hans einnig. BMW X5 M og X6 M eru nú sléttar 4 sekúndur uppí 100 km hraða, hreint magnað fyrir stóra jeppa sem vega vel yfir 2 tonn.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent