Nýir BMW X5 M og X6 M Finnur Thorlacius skrifar 30. október 2014 09:27 Nýr BMW X5 M. BMW mun kynna aðra kynslóð kraftabílanna X5 M og X6 M á bílasýningunni í Los Angeles, sem brátt fer að hefjast. Bílarnir munu áfram vera með 4,4 lítra V8 vélar með tveimur forþjöppum. Aflið fer upp um nokkur hestöfl, úr 555 í 567. Það afl verður tiltækt á 2.200-5.000 snúningum en var til staðar á 1.500-5.650 snúningum í eldri bílnum. Það vinnst þó vonandi upp með meira togi, sem nú verður 553 pund/fet en var 500 áður. Átta gíra Steptronic sjálfskipting verður í nýja bílnum, en eldri gerðin var með 6 gíra sjálfskiptingu. xDrive fjórhjóladrifið í bílnum getur sent allt aflið til hvors öxuls sem er í einu, allt eftir því hvar grip finnst. Bíllinn er nú með stillanlegri loftpúðafjöðrun og stór og breið dekk hans eru á 21 tommu felgum. Eyðsla bílsins hefur minnkað um heil 20% og CO2 mengun hans einnig. BMW X5 M og X6 M eru nú sléttar 4 sekúndur uppí 100 km hraða, hreint magnað fyrir stóra jeppa sem vega vel yfir 2 tonn. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent
BMW mun kynna aðra kynslóð kraftabílanna X5 M og X6 M á bílasýningunni í Los Angeles, sem brátt fer að hefjast. Bílarnir munu áfram vera með 4,4 lítra V8 vélar með tveimur forþjöppum. Aflið fer upp um nokkur hestöfl, úr 555 í 567. Það afl verður tiltækt á 2.200-5.000 snúningum en var til staðar á 1.500-5.650 snúningum í eldri bílnum. Það vinnst þó vonandi upp með meira togi, sem nú verður 553 pund/fet en var 500 áður. Átta gíra Steptronic sjálfskipting verður í nýja bílnum, en eldri gerðin var með 6 gíra sjálfskiptingu. xDrive fjórhjóladrifið í bílnum getur sent allt aflið til hvors öxuls sem er í einu, allt eftir því hvar grip finnst. Bíllinn er nú með stillanlegri loftpúðafjöðrun og stór og breið dekk hans eru á 21 tommu felgum. Eyðsla bílsins hefur minnkað um heil 20% og CO2 mengun hans einnig. BMW X5 M og X6 M eru nú sléttar 4 sekúndur uppí 100 km hraða, hreint magnað fyrir stóra jeppa sem vega vel yfir 2 tonn.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent