Þjálfari badmintonlandsliðsins: Skandall að mínu viti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2014 21:00 Ísland vann einn leik í undankeppninni. Vísir/Vilhelm Íslenska badmintonlandsliðið vann Tyrki 3-2 í lokaleik sínum í undankeppni EM í TBR-húsinu í dag. Viðureignin var sérstök að því leyti að Tyrkirnir gáfu bæði leiki sína í tvíliðaleik karla og tvenndarleik, að þeirra sögn vegna meiðsla. Í tvíliðaleik karla var staðan 4-7 fyrir Tyrkland þegar annar Tyrkinn gaf það til að kynna að hann hefði tognað á læri. Í tvenndarleiknum, sem réði úrslitum í viðureigninni, var staðan 5-0 fyrir Tyrkland þegar Ramazan Özturk kenndi sér meins í öxl. Frímann Ari Ferdinandsson, landsliðsþjálfari Íslands, telur hins vegar að annað búi að baki og er langt frá því að vera sáttur með þessa framkomu Tyrkja. „Þetta var súrsætur sigur, það er alltaf gaman að vinna en að vinna svona var bara hundleiðinlegt og þetta er bara skandall að mínu viti,“ sagði Frímann í samtali við RÚV, en hann telur að Tyrkirnir hafa gefið leikina svo þeir kæmust fyrr í flug. „Ég hef trú á því að þetta hafi verið viljandi gert svo þeir næðu fluginu. Við hefðum viljað vinna þá á réttum forsendum en ekki svona. Þetta var einhver leikur að reyna að flýta fyrir svo þeir kæmumst héðan fyrr, ekkert annað." sagði Frímann ennfremur. Ísland, Tyrkland og Króatía unnu öll einn leik í riðlinum, en Spánn vann alla sína leiki og verður því meðal þátttökuþjóða á EM í Belgíu á næsta ári. Íþróttir Tengdar fréttir 4-1 tap gegn Spánverjum | Sigur í tvíliðaleik karla Íslenska landsliðið í badminton hefur tapað báðum leikjum sínum í forkeppni Evrópumóts landsliða. Í gær tapaði liðið fyrir Króatíu 4-1, en í dag beið liðið lægri hlut fyrir Spáni 4-1. 8. nóvember 2014 23:15 Ísland vann Tyrkland í lokaleiknum Íslenska landsliðið í badminton vann Tyrki 3-2 í lokaleik fimmta riðils undankeppni Evrópumótsins í TB-húsinu í dag. Leikurinn var sérstakur að því leiti að Tyrkir gáfu bæði tvíliðaleik karla og tvenndarleik rétt eftir að leikirnir hófust, að eigin sögn vegna meiðsla. 9. nóvember 2014 18:25 Mest lesið Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Sjá meira
Íslenska badmintonlandsliðið vann Tyrki 3-2 í lokaleik sínum í undankeppni EM í TBR-húsinu í dag. Viðureignin var sérstök að því leyti að Tyrkirnir gáfu bæði leiki sína í tvíliðaleik karla og tvenndarleik, að þeirra sögn vegna meiðsla. Í tvíliðaleik karla var staðan 4-7 fyrir Tyrkland þegar annar Tyrkinn gaf það til að kynna að hann hefði tognað á læri. Í tvenndarleiknum, sem réði úrslitum í viðureigninni, var staðan 5-0 fyrir Tyrkland þegar Ramazan Özturk kenndi sér meins í öxl. Frímann Ari Ferdinandsson, landsliðsþjálfari Íslands, telur hins vegar að annað búi að baki og er langt frá því að vera sáttur með þessa framkomu Tyrkja. „Þetta var súrsætur sigur, það er alltaf gaman að vinna en að vinna svona var bara hundleiðinlegt og þetta er bara skandall að mínu viti,“ sagði Frímann í samtali við RÚV, en hann telur að Tyrkirnir hafa gefið leikina svo þeir kæmust fyrr í flug. „Ég hef trú á því að þetta hafi verið viljandi gert svo þeir næðu fluginu. Við hefðum viljað vinna þá á réttum forsendum en ekki svona. Þetta var einhver leikur að reyna að flýta fyrir svo þeir kæmumst héðan fyrr, ekkert annað." sagði Frímann ennfremur. Ísland, Tyrkland og Króatía unnu öll einn leik í riðlinum, en Spánn vann alla sína leiki og verður því meðal þátttökuþjóða á EM í Belgíu á næsta ári.
Íþróttir Tengdar fréttir 4-1 tap gegn Spánverjum | Sigur í tvíliðaleik karla Íslenska landsliðið í badminton hefur tapað báðum leikjum sínum í forkeppni Evrópumóts landsliða. Í gær tapaði liðið fyrir Króatíu 4-1, en í dag beið liðið lægri hlut fyrir Spáni 4-1. 8. nóvember 2014 23:15 Ísland vann Tyrkland í lokaleiknum Íslenska landsliðið í badminton vann Tyrki 3-2 í lokaleik fimmta riðils undankeppni Evrópumótsins í TB-húsinu í dag. Leikurinn var sérstakur að því leiti að Tyrkir gáfu bæði tvíliðaleik karla og tvenndarleik rétt eftir að leikirnir hófust, að eigin sögn vegna meiðsla. 9. nóvember 2014 18:25 Mest lesið Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Sjá meira
4-1 tap gegn Spánverjum | Sigur í tvíliðaleik karla Íslenska landsliðið í badminton hefur tapað báðum leikjum sínum í forkeppni Evrópumóts landsliða. Í gær tapaði liðið fyrir Króatíu 4-1, en í dag beið liðið lægri hlut fyrir Spáni 4-1. 8. nóvember 2014 23:15
Ísland vann Tyrkland í lokaleiknum Íslenska landsliðið í badminton vann Tyrki 3-2 í lokaleik fimmta riðils undankeppni Evrópumótsins í TB-húsinu í dag. Leikurinn var sérstakur að því leiti að Tyrkir gáfu bæði tvíliðaleik karla og tvenndarleik rétt eftir að leikirnir hófust, að eigin sögn vegna meiðsla. 9. nóvember 2014 18:25