Sogndal féll | Pálmi skoraði sitt níunda mark Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2014 19:24 Hjörtur Logi og félagar í Sogndal féllu niður um deild. heimasíða sogndal Lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta er nýlokið. Það var hlutskipti Hjartar Loga Valgarðssonar og félaga hans í Sogndal að falla niður um deild, en liðið tapaði 0-2 fyrir Stabæk á heimavelli. Bæði mörkin komu á síðustu þremur mínútum leiksins. Hjörtur lék 26 af 30 leikjum Sogndal á tímabilinu, skoraði eitt mark og gaf átta stoðsendingar. Brann fer í umspil upp á sæti í úrvalsdeildinni að ári, en liðið vann dramatískan sigur á Haugesund á útivelli. Andreas Vindheim tryggði Brann sigurinn með marki á lokamínútunni. Brann mætir Mjøndalen IF, sem var í 3. sæti 1. deildar, í umspilinu. Birkir Már Sævarsson, leikmaður Brann, tók út leikbann í leiknum í dag. Pálmi Rafn Pálmason skoraði annað mark Lillestrøm þegar liðið tapaði 3-2 fyrir Sarpsborg 08 á útivelli. Húsvíkingurinn spilaði allan leikinn, en Guðmundur Þórarinsson gerði slíkt hið sama fyrir Sarpsborg. Pálmi skoraði alls níu mörk fyrir Lillestrøm á tímabilinu en óvíst er hvort hann verði áfram í herbúðum liðsins. Rúnar Kristinsson, fyrrverandi þjálfari KR, hefur verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá Lillestrøm á undanförnum vikum. Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan tímann í miðri vörn Rosenborg sem vann öruggan sigur á Strømsgodset, 4-1. Með sigrinum tryggði Rosenborg sér 2. sætið í deildinni. Meistararnir í Molde unnu 2-0 sigur á Odd þar sem Björn Bergmann Sigurðarson sat allan tímann á varamannabekknum. Hannes Þór Halldórsson og Eiður Aron Sigurbjörnsson léku allan tímann þegar Sandnes Ulf tapaði 1-2 fyrir Aalesund á heimavelli. Þetta var síðasti leikur Sandnes í úrvalsdeildinni í bili, en liðið féll úr deildinni í síðustu umferð. Hannes Þ. Sigurðsson kom inn á sem varamaður á 77. mínútu hjá Úlfunum. Þrír Íslendingar voru í byrjunarliði Viking sem tapaði á útivelli fyrir Bodø/Glimt með þremur mörkum gegn tveimur. Indriði Sigurðsson, Björn Daníel Sverrisson og Jón Daði Böðvarsson byrjuðu allir, en Steinþór Freyr Þorsteinsson kom inn á sem varamaður á 80. mínútu. Viðar Örn Kjartansson komst ekki á blað þegar Vålerenga vann 1-0 sigur á Start. Selfyssingurinn endaði þó sem langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með 25 mörk í 29 leikjum. Næstur á markalistanum var Christian Gytkjær sem skoraði 15 mörk fyrir Haugesund. Guðmudur Kristjánsson lék allan leikinn fyrir Start sem lauk leik í 12. sæti.Öll úrslit dagsins: Bodø/Glimt 3-2 Viking Molde 2-0 Odd Rosenborg 4-1 Strømsgodset Sandnes Ulf 1-2 Aelesund Sarpsborg 3-2 Lillestrøm Sogndal 0-2 Stabæk Vålerenga 1-0 Start Haugesund 2-3 Brann Lokastöðuna í deildinni má sjá á vef Verdens Gang. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Sjá meira
Lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta er nýlokið. Það var hlutskipti Hjartar Loga Valgarðssonar og félaga hans í Sogndal að falla niður um deild, en liðið tapaði 0-2 fyrir Stabæk á heimavelli. Bæði mörkin komu á síðustu þremur mínútum leiksins. Hjörtur lék 26 af 30 leikjum Sogndal á tímabilinu, skoraði eitt mark og gaf átta stoðsendingar. Brann fer í umspil upp á sæti í úrvalsdeildinni að ári, en liðið vann dramatískan sigur á Haugesund á útivelli. Andreas Vindheim tryggði Brann sigurinn með marki á lokamínútunni. Brann mætir Mjøndalen IF, sem var í 3. sæti 1. deildar, í umspilinu. Birkir Már Sævarsson, leikmaður Brann, tók út leikbann í leiknum í dag. Pálmi Rafn Pálmason skoraði annað mark Lillestrøm þegar liðið tapaði 3-2 fyrir Sarpsborg 08 á útivelli. Húsvíkingurinn spilaði allan leikinn, en Guðmundur Þórarinsson gerði slíkt hið sama fyrir Sarpsborg. Pálmi skoraði alls níu mörk fyrir Lillestrøm á tímabilinu en óvíst er hvort hann verði áfram í herbúðum liðsins. Rúnar Kristinsson, fyrrverandi þjálfari KR, hefur verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá Lillestrøm á undanförnum vikum. Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan tímann í miðri vörn Rosenborg sem vann öruggan sigur á Strømsgodset, 4-1. Með sigrinum tryggði Rosenborg sér 2. sætið í deildinni. Meistararnir í Molde unnu 2-0 sigur á Odd þar sem Björn Bergmann Sigurðarson sat allan tímann á varamannabekknum. Hannes Þór Halldórsson og Eiður Aron Sigurbjörnsson léku allan tímann þegar Sandnes Ulf tapaði 1-2 fyrir Aalesund á heimavelli. Þetta var síðasti leikur Sandnes í úrvalsdeildinni í bili, en liðið féll úr deildinni í síðustu umferð. Hannes Þ. Sigurðsson kom inn á sem varamaður á 77. mínútu hjá Úlfunum. Þrír Íslendingar voru í byrjunarliði Viking sem tapaði á útivelli fyrir Bodø/Glimt með þremur mörkum gegn tveimur. Indriði Sigurðsson, Björn Daníel Sverrisson og Jón Daði Böðvarsson byrjuðu allir, en Steinþór Freyr Þorsteinsson kom inn á sem varamaður á 80. mínútu. Viðar Örn Kjartansson komst ekki á blað þegar Vålerenga vann 1-0 sigur á Start. Selfyssingurinn endaði þó sem langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með 25 mörk í 29 leikjum. Næstur á markalistanum var Christian Gytkjær sem skoraði 15 mörk fyrir Haugesund. Guðmudur Kristjánsson lék allan leikinn fyrir Start sem lauk leik í 12. sæti.Öll úrslit dagsins: Bodø/Glimt 3-2 Viking Molde 2-0 Odd Rosenborg 4-1 Strømsgodset Sandnes Ulf 1-2 Aelesund Sarpsborg 3-2 Lillestrøm Sogndal 0-2 Stabæk Vålerenga 1-0 Start Haugesund 2-3 Brann Lokastöðuna í deildinni má sjá á vef Verdens Gang.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Sjá meira