Ísland vann Tyrkland í lokaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2014 18:25 Vísir/Vilhelm Íslenska landsliðið í badminton vann Tyrki 3-2 í lokaleik fimmta riðils undankeppni Evrópumótsins í TB-húsinu í dag. Leikurinn var sérstakur að því leiti að Tyrkir gáfu bæði tvíliðaleik karla og tvenndarleik rétt eftir að leikirnir hófust, að eigin sögn vegna meiðsla. Fyrsti leikurinn var einliðaleikur karla þar sem Kári Gunnarsson mætti Emre Vural. Emre sigraði fyrstu lotuna 21-15. Næstu tvær lotur spilaði Kári af mikilli yfirvegun og sigraði glæsilega 21-14 og 21-10. Sara Högnadóttir spilaði síðan einliðaleik kvenna fyrir Ísland gegn Neslihan Yigit. Neslihan sem er númer 92 á heimslistanum hafði yfirhöndina í leiknum allan tímann og sigraði örugglega 21-9 og 21-6. Í tvíliðaleik karla mættu þeir Kári Gunnarsson og Atli Jóhannesson Emre Lale og Emre Vural. Þegar staðan var 4-7 fyrir Tyrkland sagði annar Tyrkjanna að hann hefði tognað í lærinu og að þeir yrðu að gefa leikinn. Fóru þeir rakleitt úr húsi að því loknu. Því næst mættu þær Özge Bayrak og Neslihan Yigit Sigríði Árnadóttur og Snjólaugu Jóhannsdóttur í tvíliðaleik kvenna. Þær tyrknesku sem eru númer 50 á heimslistanum voru geysi sterkar og sigruðu íslensku stelpurnar örugglega 21-7 og 21-10. Þegar þarna var komið við sögu var staðan orðin 2-2 í viðureign Íslands og Tyrklands og ljóst að tvenndarleikurinn myndi ráða úrslitum. Fyrir Íslands hönd léku þau Daníel Thomsen og Rakel Jóhannesdóttir og fyrir Tyrki þau Ramazan Özturk og Neslihan Kilic. Í stöðunni 5-0 fyrir Tyrkland kenndi Ramazan sér meins í öxl og gáfu Tyrkirnir því leikinn. Ísland, Tyrkland og Króatía unnu einn leik hvert en Spánn vann alla sína leiki og tryggði sér með því þátttökurétt á Evrópumótinu sem fram fer í Belgíu í febrúar.Vísir/VilhelmVísir/Vilhelm Íþróttir Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira
Íslenska landsliðið í badminton vann Tyrki 3-2 í lokaleik fimmta riðils undankeppni Evrópumótsins í TB-húsinu í dag. Leikurinn var sérstakur að því leiti að Tyrkir gáfu bæði tvíliðaleik karla og tvenndarleik rétt eftir að leikirnir hófust, að eigin sögn vegna meiðsla. Fyrsti leikurinn var einliðaleikur karla þar sem Kári Gunnarsson mætti Emre Vural. Emre sigraði fyrstu lotuna 21-15. Næstu tvær lotur spilaði Kári af mikilli yfirvegun og sigraði glæsilega 21-14 og 21-10. Sara Högnadóttir spilaði síðan einliðaleik kvenna fyrir Ísland gegn Neslihan Yigit. Neslihan sem er númer 92 á heimslistanum hafði yfirhöndina í leiknum allan tímann og sigraði örugglega 21-9 og 21-6. Í tvíliðaleik karla mættu þeir Kári Gunnarsson og Atli Jóhannesson Emre Lale og Emre Vural. Þegar staðan var 4-7 fyrir Tyrkland sagði annar Tyrkjanna að hann hefði tognað í lærinu og að þeir yrðu að gefa leikinn. Fóru þeir rakleitt úr húsi að því loknu. Því næst mættu þær Özge Bayrak og Neslihan Yigit Sigríði Árnadóttur og Snjólaugu Jóhannsdóttur í tvíliðaleik kvenna. Þær tyrknesku sem eru númer 50 á heimslistanum voru geysi sterkar og sigruðu íslensku stelpurnar örugglega 21-7 og 21-10. Þegar þarna var komið við sögu var staðan orðin 2-2 í viðureign Íslands og Tyrklands og ljóst að tvenndarleikurinn myndi ráða úrslitum. Fyrir Íslands hönd léku þau Daníel Thomsen og Rakel Jóhannesdóttir og fyrir Tyrki þau Ramazan Özturk og Neslihan Kilic. Í stöðunni 5-0 fyrir Tyrkland kenndi Ramazan sér meins í öxl og gáfu Tyrkirnir því leikinn. Ísland, Tyrkland og Króatía unnu einn leik hvert en Spánn vann alla sína leiki og tryggði sér með því þátttökurétt á Evrópumótinu sem fram fer í Belgíu í febrúar.Vísir/VilhelmVísir/Vilhelm
Íþróttir Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira