SønderjyskE hafði betur gegn OB í fyrsta leik dagsins í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta.
Ari Freyr Skúlason var á sínum stað í byrjunarliði OB og sömu sögu var að segja af félaga hans í íslenska landsliðinu, Hallgrími Jónassyni, sem lék allan leikinn fyrir SønderjyskE.
Bjorn Paulsen kom SønderjyskE yfir á 14. mínútu, en Lasse Kryger jafnaði metin á þeirri 35. mínútu. Það var svo Þjóðverjinn Marvin Pourié sem tryggði SønderjyskE sigurinn með marki á lokamínútu fyrri hálfleiks.
Með sigrinum komust Hallgrímur og félagar upp í 7. sæti deildarinnar, en OB er enn í næstneðsta sætinu með aðeins tólf stig eftir 14 leiki.
Hallgrímur hafði betur gegn Ara Frey

Tengdar fréttir

Hörður Björgvin eini nýliðinn
Litlar breytingar á íslenska landsliðinu fyrir leikina gegn Belgíu og Tékklandi.