Rannsókn á einkavæðingu bankanna ekki hafin þrátt fyrir ályktun Alþingis Höskuldur Kári Schram skrifar 8. nóvember 2014 19:04 Rannsókn á einkavæðingu bankanna er ekki hafin þrátt fyrir að tvö ár séu liðin frá því þingsályktun þessa efnis var samþykkt á Alþingi. Fyrsta skýrsla rannsóknarnefndar átti að vera tilbúin í september 2013. Þingsályktunin var samþykkt með 24 atkvæðum í nóvember 2012. Enginn greiddi atkvæði gegn tillögunni en 11 þingmenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslunni, þar á meðal Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Samkvæmt þingsályktuninni átti þriggja manna nefnd að rannsaka einkavæðingu og sölu hlutabréfa í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Landsbankanum, og Búnaðarbankanum. Einkvæðingin var mjög umdeild en fyrsta skýrsla rannsóknarnefndarinnar átti að liggja fyrir í byrjun septembermánaðar 2013. Ekkert bólar hins vegar á þessari rannsókn og hefur lítið sem ekkert verið hreyft við málinu frá því tillagan var samþykkt fyrir tveimur árum „Það er auðvitað sárgrætilegt að sjá örlög þessarar tillögu. Ef það er eitthvað rannsóknarverkefni mikilvægt fyrir þetta samfélag þá er það nákvæmlega á einkavæðingu bankanna. Hvernig staðið var að henni, hver var hlutur embættismanna, hver var hlutur ráðherra og hver var hlutur þingsins í þessu ferli, “ segir Skúli Helgason, þáverandi þingmaður Samfylkingarinnar, var fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir að það hafi verið niðurstaða forsætisnefndar Alþingis fyrir rúmu ári að bíða með frekari skipanir á rannsóknarnefndum. „Við ákváðum að meta reynsluna. Það er búið að vinna í þremur rannsóknarnefndum heilmikiðo starf með heilmiklum kostnaði. Mönnum fannst fullt tilefni til þess að fara yfir reynsluna og komast að einhverri niðurstöðu áður en við tækjum frekari ákvarðanir,“ segir Einar. Síðustu tvær rannsóknarnefndir hafa meðal annars verið gagnrýndar fyrir að fara langt framúr kostnaðaráætlun. Einar segir viðbúið að breyta þurfi lögum um rannsóknarnefndir til að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur. „Mér sýnist allt benda til þess að þetta muni kalla á lagabreytingar sem varðar rannsóknarnefndirnar sem við þurfum þá að komast að niðurstöðu um,“ segir Einar. Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Rannsókn á einkavæðingu bankanna er ekki hafin þrátt fyrir að tvö ár séu liðin frá því þingsályktun þessa efnis var samþykkt á Alþingi. Fyrsta skýrsla rannsóknarnefndar átti að vera tilbúin í september 2013. Þingsályktunin var samþykkt með 24 atkvæðum í nóvember 2012. Enginn greiddi atkvæði gegn tillögunni en 11 þingmenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslunni, þar á meðal Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Samkvæmt þingsályktuninni átti þriggja manna nefnd að rannsaka einkavæðingu og sölu hlutabréfa í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Landsbankanum, og Búnaðarbankanum. Einkvæðingin var mjög umdeild en fyrsta skýrsla rannsóknarnefndarinnar átti að liggja fyrir í byrjun septembermánaðar 2013. Ekkert bólar hins vegar á þessari rannsókn og hefur lítið sem ekkert verið hreyft við málinu frá því tillagan var samþykkt fyrir tveimur árum „Það er auðvitað sárgrætilegt að sjá örlög þessarar tillögu. Ef það er eitthvað rannsóknarverkefni mikilvægt fyrir þetta samfélag þá er það nákvæmlega á einkavæðingu bankanna. Hvernig staðið var að henni, hver var hlutur embættismanna, hver var hlutur ráðherra og hver var hlutur þingsins í þessu ferli, “ segir Skúli Helgason, þáverandi þingmaður Samfylkingarinnar, var fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir að það hafi verið niðurstaða forsætisnefndar Alþingis fyrir rúmu ári að bíða með frekari skipanir á rannsóknarnefndum. „Við ákváðum að meta reynsluna. Það er búið að vinna í þremur rannsóknarnefndum heilmikiðo starf með heilmiklum kostnaði. Mönnum fannst fullt tilefni til þess að fara yfir reynsluna og komast að einhverri niðurstöðu áður en við tækjum frekari ákvarðanir,“ segir Einar. Síðustu tvær rannsóknarnefndir hafa meðal annars verið gagnrýndar fyrir að fara langt framúr kostnaðaráætlun. Einar segir viðbúið að breyta þurfi lögum um rannsóknarnefndir til að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur. „Mér sýnist allt benda til þess að þetta muni kalla á lagabreytingar sem varðar rannsóknarnefndirnar sem við þurfum þá að komast að niðurstöðu um,“ segir Einar.
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent