Magnaður Mugison Stefán Árni Pálsson skrifar 8. nóvember 2014 11:20 vísir/haraldur/andri marinó Íslendingar eru góðu vanir þegar kemur að tónlistarfólki hér á landi en í gærkvöldi bar Mugison af á Iceland Airwaves. Tónleikar hans hófust klukkan níu í Silfurbergi í Hörpu og var salurinn orðinn troðfullur á slaginu. Mugison lék listir sínar í um fjörutíu mínútur og var hvert einasta augnablik þess virði að standa í þvögunni þar sem varla var þverfóta fyrir aðdáendum. Sjálfur var hann frábær, þéttur og vel rokkaður. Þeir tónlistarmenn sem voru með honum á sviðinu í Hörpunni voru alls ekki síðri og lék bandið einstaklega vel saman. Hápunktur tónleikanna var þegar Mugison tók lagið Gúanóstelpan ásamt eiginkonu sinni, Rúnu Esradóttur, en lagið samdi hann til hennar. Ótrúlega einlæg framkoma og það mátti finna fyrir mikilli tengingu milli áhorfenda og þeirra hjóna. Meistarinn lauk síðan tónleikunum með rokkaðri útgáfu af Murr Murr og þá varð allt gjörsamlega vitlaust í salnum. Við erum heppin að eiga þennan listamann, hann er yndislegur. Airwaves Gagnrýni Mest lesið Hver er uppáhalds bókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Íslendingar eru góðu vanir þegar kemur að tónlistarfólki hér á landi en í gærkvöldi bar Mugison af á Iceland Airwaves. Tónleikar hans hófust klukkan níu í Silfurbergi í Hörpu og var salurinn orðinn troðfullur á slaginu. Mugison lék listir sínar í um fjörutíu mínútur og var hvert einasta augnablik þess virði að standa í þvögunni þar sem varla var þverfóta fyrir aðdáendum. Sjálfur var hann frábær, þéttur og vel rokkaður. Þeir tónlistarmenn sem voru með honum á sviðinu í Hörpunni voru alls ekki síðri og lék bandið einstaklega vel saman. Hápunktur tónleikanna var þegar Mugison tók lagið Gúanóstelpan ásamt eiginkonu sinni, Rúnu Esradóttur, en lagið samdi hann til hennar. Ótrúlega einlæg framkoma og það mátti finna fyrir mikilli tengingu milli áhorfenda og þeirra hjóna. Meistarinn lauk síðan tónleikunum með rokkaðri útgáfu af Murr Murr og þá varð allt gjörsamlega vitlaust í salnum. Við erum heppin að eiga þennan listamann, hann er yndislegur.
Airwaves Gagnrýni Mest lesið Hver er uppáhalds bókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira