Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 28-25 | Þriðji sigur Vals í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. nóvember 2014 16:28 vísir/stefán Valur komst upp að hlið Aftureldingar á toppi Olís-deildar karla eftir þriggja marka sigur, 28-25, á FH í Vodafone-höllinni í kvöld, en fyrir leikinn voru bæði lið með 11 stig. Valsmenn voru mun sterkari aðilinn í byrjun leiks, vörnin var sterk og eftir fjögurra mínútna leik var staðan 3-0, heimamönnum í vil. FH-ingar áttu á löngum köflum í mestu vandræðum með vörn Vals og þær sóknir sem ekki strönduðu á vörninni strönduðu flestar á Stephen Nielsen, frábærum markverði Vals sem varði alls tíu skot í fyrri hálfleik, eða 48% allra skota sem hann fékk á sig. Valsmenn komust í tvígang fjórum mörkum yfir, en í stöðunni 9-5 kom fínn kafli hjá gestunum sem skoruðu þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn í eitt mark, 9-8. Heimamenn áttu erfitt uppdráttar í sókninni á þessum tíma en þeir skoruðu ekki mark í einhverjar sex mínútur. Kári Kristján Kristjánsson losaði loks um stífluna þegar hann kom Val tveimur mörkum yfir, 10-8. Og Valsmenn enduðu hálfleikinn betur, þrátt fyrir að vera meira og minna einum færri síðustu tíu mínútur hans. Staðan var 14-11 í leikhléi, en seinni hálfleikurinn var ekki ósvipaður þeim fyrri. FH-ingar voru áfram í vandræðum í sókninni og þeirra helstu kanónur skutu of mörgum púðurskotum. Valsmenn komust mest fimm mörkum yfir, 20-15, eftir 40. mínútna leik, en þá kom fínn sprettur hjá FH-ingum. Þeir skoruðu fjögur mörk gegn einu og minnkuðu muninn í tvö mörk, 21-19. Lengra komust þeir hins vegar ekki. Valsmenn þéttu raðirnar í vörninni og Nielsen hélt áfram að verja í markinu. Geir Guðmundsson, sem var öflugur í kvöld, skoraði tvö mörk á skömmum kafla, en framlag hans og Kára reyndist þungt á metunum undir lokin. Þrátt fyrir ýmsar tilraunir og tilfærslur tókst FH-ingum ekki að koma sér inn í leikinn og Valsmenn unnu að lokum þriggja marka sigur, 28-25. Geir var markahæstur í liði Vals með átta mörk, en Kári og Guðmundur Hólmar Helgason komu næstir með fimm mörk hvor. Valsmenn geta spilað betri sóknarleik og eiga talsvert inni á þeim vettvangi, en varnarleikurinn var sterkur og Nielsen varði jafnt og þétt allan leikinn. Daninn endaði með 21 skot, eða 46% hlutfallsmarkvörslu. Ísak Rafnsson var atkvæðamestur gestanna úr Hafnarfirði með fimm mörk, en hann var ekki með góða skotnýtingu, líkt og Ásbjörn Friðriksson. Ragnar Jóhannsson náði sér heldur engan veginn á strik, en hann skoraði aðeins eitt mark í leiknum og var tekinn af velli í seinni hálfleik. Einn af fáum ljósum punktum í leik FH var frammistaða Daníel Matthíassonar sem stóð sig vel á línunni, skoraði fjögur mörk úr jafnmörgum skotum og fiskaði tvö vítaköst.Jón: Stóðum mikið í vörn Jón Kristjánsson, þjálfari Vals, var sáttur með sigurinn á FH í 9. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Hann sagði þó að sínir menn ættu enn talsvert inni. „Þetta var ágætis handboltaleikur að mörgu leyti. Við stóðum mikið í vörn og gerðum það vel, og Stephen (Nielsen) varði vel. Þeir áttu erfitt með að finna svör við varnarleik okkar, en við vorum oft full fljótir að klára sóknirnar okkar, sérstaklega í fyrri hálfleik. „Við flýttum okkur um of eftir að hafa verið lengi í vörn og við hefðum getað verið með betra forskot í hálfleik. En við vorum með þennan leik allan tímann, þannig var tilfinningin allavega. „Þeir komu þessu mest niður í tvö mörk, en mér fannst við alltaf eiga eitthvað inni þegar þeir gerðu áhlaup,“ sagði Jón sem var að vonum sáttur með frammistöðu Nielsen sem hefur spilað mjög vel í undanförnum leikjum. „Stephen var frábær og við vorum að spila þétta vörn sem hjálpaði honum. Hann er að standa sig mjög vel.“ Þetta var þriðji sigur Vals í röð, en Hlíðarendapiltar eru nú jafnir Aftureldingu á toppi deildarinnar. Jón kveðst nokkuð sáttur með stígandann í Valsliðinu. „Við erum hægt og rólega að þroska liðið. Vörnin hefur hægt og bítandi verið að batna, en við eigum enn langt í land sóknarlega og það er bara verkefni sem við þurfum að leysa,“ sagði Jón að lokum.Ísak: Mættum ekki nógu klárir til leiks Ísak Rafnsson, leikmaður FH, var að vonum daufur í dálkinn eftir 28-25 tap fyrir Val í Olís-deildinni í kvöld. En hvað fannst honum fara úrskeiðis í leiknum? „Byrjunin sérstaklega. Við mættum ekki nógu klárir til leiks og vorum alltaf að elta sem er erfitt gegn svona góðu liði eins og Val,“ sagði Ísak en FH tókst aldrei að jafna metin eftir að hafa lent 3-0 undir í byrjun leiks. „Við náðum mest að minnka muninn niður í tvö mörk og klúðruðum þeim möguleikum sem við fengum til að minnka muninn enn frekar með agaleysi, eða einhverju svoleiðis. „Það á ekki að vera til staðar hjá okkur, en ég ætla ekki að taka neitt af Valsliðinu, þeir spiluðu frábærlega í kvöld og áttu sigurinn skilið,“ sagði Ísak ennfremur en hvað finnst honum um uppskeru FH-inga það sem af er móti? „Það er ágætt að vera með 11 stig, en ég væri til í að vera með fjórum stigum meira. Framundan er leikur við ÍBV úti í Eyjum eftir viku og við ætlum að taka tvö stig þar,“ sagði Ísak að lokum en hann var markahæstur FH-inga í kvöld með fimm mörk. Olís-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Valur komst upp að hlið Aftureldingar á toppi Olís-deildar karla eftir þriggja marka sigur, 28-25, á FH í Vodafone-höllinni í kvöld, en fyrir leikinn voru bæði lið með 11 stig. Valsmenn voru mun sterkari aðilinn í byrjun leiks, vörnin var sterk og eftir fjögurra mínútna leik var staðan 3-0, heimamönnum í vil. FH-ingar áttu á löngum köflum í mestu vandræðum með vörn Vals og þær sóknir sem ekki strönduðu á vörninni strönduðu flestar á Stephen Nielsen, frábærum markverði Vals sem varði alls tíu skot í fyrri hálfleik, eða 48% allra skota sem hann fékk á sig. Valsmenn komust í tvígang fjórum mörkum yfir, en í stöðunni 9-5 kom fínn kafli hjá gestunum sem skoruðu þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn í eitt mark, 9-8. Heimamenn áttu erfitt uppdráttar í sókninni á þessum tíma en þeir skoruðu ekki mark í einhverjar sex mínútur. Kári Kristján Kristjánsson losaði loks um stífluna þegar hann kom Val tveimur mörkum yfir, 10-8. Og Valsmenn enduðu hálfleikinn betur, þrátt fyrir að vera meira og minna einum færri síðustu tíu mínútur hans. Staðan var 14-11 í leikhléi, en seinni hálfleikurinn var ekki ósvipaður þeim fyrri. FH-ingar voru áfram í vandræðum í sókninni og þeirra helstu kanónur skutu of mörgum púðurskotum. Valsmenn komust mest fimm mörkum yfir, 20-15, eftir 40. mínútna leik, en þá kom fínn sprettur hjá FH-ingum. Þeir skoruðu fjögur mörk gegn einu og minnkuðu muninn í tvö mörk, 21-19. Lengra komust þeir hins vegar ekki. Valsmenn þéttu raðirnar í vörninni og Nielsen hélt áfram að verja í markinu. Geir Guðmundsson, sem var öflugur í kvöld, skoraði tvö mörk á skömmum kafla, en framlag hans og Kára reyndist þungt á metunum undir lokin. Þrátt fyrir ýmsar tilraunir og tilfærslur tókst FH-ingum ekki að koma sér inn í leikinn og Valsmenn unnu að lokum þriggja marka sigur, 28-25. Geir var markahæstur í liði Vals með átta mörk, en Kári og Guðmundur Hólmar Helgason komu næstir með fimm mörk hvor. Valsmenn geta spilað betri sóknarleik og eiga talsvert inni á þeim vettvangi, en varnarleikurinn var sterkur og Nielsen varði jafnt og þétt allan leikinn. Daninn endaði með 21 skot, eða 46% hlutfallsmarkvörslu. Ísak Rafnsson var atkvæðamestur gestanna úr Hafnarfirði með fimm mörk, en hann var ekki með góða skotnýtingu, líkt og Ásbjörn Friðriksson. Ragnar Jóhannsson náði sér heldur engan veginn á strik, en hann skoraði aðeins eitt mark í leiknum og var tekinn af velli í seinni hálfleik. Einn af fáum ljósum punktum í leik FH var frammistaða Daníel Matthíassonar sem stóð sig vel á línunni, skoraði fjögur mörk úr jafnmörgum skotum og fiskaði tvö vítaköst.Jón: Stóðum mikið í vörn Jón Kristjánsson, þjálfari Vals, var sáttur með sigurinn á FH í 9. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Hann sagði þó að sínir menn ættu enn talsvert inni. „Þetta var ágætis handboltaleikur að mörgu leyti. Við stóðum mikið í vörn og gerðum það vel, og Stephen (Nielsen) varði vel. Þeir áttu erfitt með að finna svör við varnarleik okkar, en við vorum oft full fljótir að klára sóknirnar okkar, sérstaklega í fyrri hálfleik. „Við flýttum okkur um of eftir að hafa verið lengi í vörn og við hefðum getað verið með betra forskot í hálfleik. En við vorum með þennan leik allan tímann, þannig var tilfinningin allavega. „Þeir komu þessu mest niður í tvö mörk, en mér fannst við alltaf eiga eitthvað inni þegar þeir gerðu áhlaup,“ sagði Jón sem var að vonum sáttur með frammistöðu Nielsen sem hefur spilað mjög vel í undanförnum leikjum. „Stephen var frábær og við vorum að spila þétta vörn sem hjálpaði honum. Hann er að standa sig mjög vel.“ Þetta var þriðji sigur Vals í röð, en Hlíðarendapiltar eru nú jafnir Aftureldingu á toppi deildarinnar. Jón kveðst nokkuð sáttur með stígandann í Valsliðinu. „Við erum hægt og rólega að þroska liðið. Vörnin hefur hægt og bítandi verið að batna, en við eigum enn langt í land sóknarlega og það er bara verkefni sem við þurfum að leysa,“ sagði Jón að lokum.Ísak: Mættum ekki nógu klárir til leiks Ísak Rafnsson, leikmaður FH, var að vonum daufur í dálkinn eftir 28-25 tap fyrir Val í Olís-deildinni í kvöld. En hvað fannst honum fara úrskeiðis í leiknum? „Byrjunin sérstaklega. Við mættum ekki nógu klárir til leiks og vorum alltaf að elta sem er erfitt gegn svona góðu liði eins og Val,“ sagði Ísak en FH tókst aldrei að jafna metin eftir að hafa lent 3-0 undir í byrjun leiks. „Við náðum mest að minnka muninn niður í tvö mörk og klúðruðum þeim möguleikum sem við fengum til að minnka muninn enn frekar með agaleysi, eða einhverju svoleiðis. „Það á ekki að vera til staðar hjá okkur, en ég ætla ekki að taka neitt af Valsliðinu, þeir spiluðu frábærlega í kvöld og áttu sigurinn skilið,“ sagði Ísak ennfremur en hvað finnst honum um uppskeru FH-inga það sem af er móti? „Það er ágætt að vera með 11 stig, en ég væri til í að vera með fjórum stigum meira. Framundan er leikur við ÍBV úti í Eyjum eftir viku og við ætlum að taka tvö stig þar,“ sagði Ísak að lokum en hann var markahæstur FH-inga í kvöld með fimm mörk.
Olís-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira