Ásta og Baldur akstursíþróttamenn ársins Finnur Thorlacius skrifar 6. nóvember 2014 11:25 Rallýkeppni á Íslandi. Á lokahófi akstursíþróttamanna sem haldið var á Sjallanum á Akureyri síðastliðna helgi voru kosnir akstursíþróttamenn ársins 2014 og kom það í hlut Ástu Sigurðardóttur í kvennaflokki og Baldurs Haraldssonar í karlaflokki. Þrátt fyrir ungan aldur Ástu, en hún er 25 ára, á hún glæstan feril sem rallökumaður. Hún fagnaði til að mynda sigri með bróður sínum í sinni fyrstu keppni sinni árið 2006. Bæði það ár og á því næsta varð hún Íslandsmeistari í rallakstri en líklega er stærsti sigur Ástu í mótaröð sem ber nafnið Evo Challenge í Bretlandi árið 2009. Baldur hefur lengi verið viðloðandi akstursíþróttir og keppti fyrst árið 1990 í ísakstri í Skagafirði. Hann er ekki einhamur þegar kemur að akstursíþróttum og hefur keppt í ralli, rallíkrossi, mótorkrossi, torfæru, ísakstri og torfæru. Hann er núverandi Íslandsmeistari í rallakstri og náði þeim athygliverða árangri í sumar að skila bíl sínum í mark í hverri einustu keppni stráheilum. Er slíkt víst einsdæmi. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent
Á lokahófi akstursíþróttamanna sem haldið var á Sjallanum á Akureyri síðastliðna helgi voru kosnir akstursíþróttamenn ársins 2014 og kom það í hlut Ástu Sigurðardóttur í kvennaflokki og Baldurs Haraldssonar í karlaflokki. Þrátt fyrir ungan aldur Ástu, en hún er 25 ára, á hún glæstan feril sem rallökumaður. Hún fagnaði til að mynda sigri með bróður sínum í sinni fyrstu keppni sinni árið 2006. Bæði það ár og á því næsta varð hún Íslandsmeistari í rallakstri en líklega er stærsti sigur Ástu í mótaröð sem ber nafnið Evo Challenge í Bretlandi árið 2009. Baldur hefur lengi verið viðloðandi akstursíþróttir og keppti fyrst árið 1990 í ísakstri í Skagafirði. Hann er ekki einhamur þegar kemur að akstursíþróttum og hefur keppt í ralli, rallíkrossi, mótorkrossi, torfæru, ísakstri og torfæru. Hann er núverandi Íslandsmeistari í rallakstri og náði þeim athygliverða árangri í sumar að skila bíl sínum í mark í hverri einustu keppni stráheilum. Er slíkt víst einsdæmi.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent