Ýmsar ýkjur hjá skáldlegum íþróttafréttamönnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. nóvember 2014 10:30 Sigurður Sigurðsson, Bjarni Fel og Gaupi. Vísir Dr. Guðmundur Sæmundsson, aðjúnkt við Háskóla Íslands, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði frá doktorsritgerð sinni um málfar íslenskra íþróttafréttamanna. Viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan en Guðmundur lagðist í miklar rannsóknir fyrir ritgerð sína. Hann tók fyrir umfjöllun um íþróttir í sjónvarpi, útvarpi, dagblöðum og vefmiðlum í heilt ár. „Ég tók eftir því að málfar íþróttamanna hefur breyst mjög og málfarið hjá þeim eldri er mun dannaðra. Sigurður Sigurðsson talaði allt öðruvísi en til að mynda Bjarni Fel og Gaupi [Guðjón Guðmundsson].“ „Helstu einkennin eru ýkjur, nýjungar og skáldmál,“ bætti hann. „Meðal nýjunga eru bæði ný orð, nýjir frasar og jafnvel nýjar beygingar. Þá eru margir gjarnir á að nota stuðla og höfuðstafi.“ Meðal dæmanna sem hann nefnir í viðtalinu eru ýkjur. „Íþróttamennirnir standa sig allir frábærlega. Þeir eru glæsilegir og gera sér lítið fyrir og sigra. Menn eru jafnvel algjörlega frábærir og þá er komin tvöföld ýkja.“ „Þá hafa íþróttafréttamenn búið til helling af nýjungum, bæði í orðum og orðatiltækjum. Til dæmis að hlaða í skot - sem er bara nýtt orðatiltæki í íslensku. Mér finnst þetta mjög sniðugt.“ „Þá eru menn vælarar og mikið talað um spútniklið, slefsigra, kraftframherja og svo framvegis. Það hefur ýmislegt verið búið til.“ „Svo vil ég ekki nefna nein nöfn en sumir íþróttafréttamenn eru skáldmæltari en aðrir og duglegir að nota frasa með ýmsum stuðlum.“ Guðmundur segir að þetta hafi heilmikil áhrif á mál ungs fólks og raunar allra þeirra sem fylgjast með íþróttum. En hann segir það ekki slæmt. „Niðurstaðan sýnir að málið er mjög lifandi og í sífelldri nýsköpun. Íþróttir eru ekkert venjulegt fyrirbæri og mjög lifandi - eins og trúarbrögð eða pólitík. Þegar tilfinningarnar ólga þá verður eitthvað til sem er mjög gaman.“Hér má sjá viðtal við Sigurð Sigurðsson íþróttafréttamann sem tekið var árið 1991. Íþróttir Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Sjá meira
Dr. Guðmundur Sæmundsson, aðjúnkt við Háskóla Íslands, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði frá doktorsritgerð sinni um málfar íslenskra íþróttafréttamanna. Viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan en Guðmundur lagðist í miklar rannsóknir fyrir ritgerð sína. Hann tók fyrir umfjöllun um íþróttir í sjónvarpi, útvarpi, dagblöðum og vefmiðlum í heilt ár. „Ég tók eftir því að málfar íþróttamanna hefur breyst mjög og málfarið hjá þeim eldri er mun dannaðra. Sigurður Sigurðsson talaði allt öðruvísi en til að mynda Bjarni Fel og Gaupi [Guðjón Guðmundsson].“ „Helstu einkennin eru ýkjur, nýjungar og skáldmál,“ bætti hann. „Meðal nýjunga eru bæði ný orð, nýjir frasar og jafnvel nýjar beygingar. Þá eru margir gjarnir á að nota stuðla og höfuðstafi.“ Meðal dæmanna sem hann nefnir í viðtalinu eru ýkjur. „Íþróttamennirnir standa sig allir frábærlega. Þeir eru glæsilegir og gera sér lítið fyrir og sigra. Menn eru jafnvel algjörlega frábærir og þá er komin tvöföld ýkja.“ „Þá hafa íþróttafréttamenn búið til helling af nýjungum, bæði í orðum og orðatiltækjum. Til dæmis að hlaða í skot - sem er bara nýtt orðatiltæki í íslensku. Mér finnst þetta mjög sniðugt.“ „Þá eru menn vælarar og mikið talað um spútniklið, slefsigra, kraftframherja og svo framvegis. Það hefur ýmislegt verið búið til.“ „Svo vil ég ekki nefna nein nöfn en sumir íþróttafréttamenn eru skáldmæltari en aðrir og duglegir að nota frasa með ýmsum stuðlum.“ Guðmundur segir að þetta hafi heilmikil áhrif á mál ungs fólks og raunar allra þeirra sem fylgjast með íþróttum. En hann segir það ekki slæmt. „Niðurstaðan sýnir að málið er mjög lifandi og í sífelldri nýsköpun. Íþróttir eru ekkert venjulegt fyrirbæri og mjög lifandi - eins og trúarbrögð eða pólitík. Þegar tilfinningarnar ólga þá verður eitthvað til sem er mjög gaman.“Hér má sjá viðtal við Sigurð Sigurðsson íþróttafréttamann sem tekið var árið 1991.
Íþróttir Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Sjá meira