Banamaður Bin Laden kemur fram opinberlega Atli Ísleifsson skrifar 6. nóvember 2014 09:56 Hryðjuverkaleiðtoginn Osama Bin Laden var tekinn af lífi í áhlaupi sérsveitar Bandaríkjahers í Pakistan þann 2. maí 2011. Vísir/AFP Robert O‘Neill, 38 ára fyrrverandi bandarískur hermaður, segist vera sá sem drap hryðjuverkaleiðtogann Osama Bin Laden í áhlaupi sérsveitar Bandaríkjahers í pakistanska bænum Abbottabad 2. maí 2011. Sjónvarpsstöðin Fox News mun brátt sýna þátt í tveimur hlutum þar sem O‘Neill greinir frá því hvernig sérsveitin réðst til atlögu gegn Bin Laden og skaut hann til bana. Breska blaðið MailOnline greinir frá nafni O‘Neill sem hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín í hernum. Í fréttinni eru jafnframt birtar myndir af O'Neill. Í frétt MailOnline kemur fram að O‘Neill hafi hætt í Bandaríkjaher eftir sextán ára starf, nokkru fyrr en samningur hans gerði ráð fyrir og hafi hann þar með misst af ýmsum sjúkra- og eftirlaunaréttindum. Hann kveðst óánægður með það og hafi því ákveðið að koma fram og segja sögu sína. Æðsta stjórn innan fyrrverandi deildar O‘Neill (Navy Seal) hefur í bréfi greint frá því að núverandi sérsveitarmenn séu mjög óánægðir með ákvörðun O‘Neill og að hann verði jafnvel dreginn fyrir dóm fyrir að greina opinberlega frá upplýsingum sem sem trúnaður ríkir yfir. „Trúnaðarupplýsingar eru varðar með lögum,“ segja þeir í bréfinu.52 orður og viðurkenningar O‘Neill ólst upp í koparnámubæ í ríkinu Montana og segir faðir hans, Tom O‘Neill, að sonurinn hafi gengið í herinn nítján ára gamall. Sem liðsmaður sérsveitar hersins á hann að hafa starfað bæði í Írak og Afganistan og hlotið 52 viðurkenningar og orður fyrir störf sín. Tom segir son sinn hafa tekið þátt í rúmlega 400 verkefnum á vegum hersins. Robert O‘Neill hefur áður rætt við fjölmiðla, þar á meðal tímaritið Esquire í mars 2013, en þá kom hann ekki fram undir nafni. Þá lýsti hann yfir óánægju með hvernig herinn færi með hermenn sem hefðu látið af störfum. Í samtali við MailOnline segist Tom O‘Neill nú oft hafa fengið spurninguna um hvort hann óttist að liðsmenn ISIS muni nú leita þá uppi nú þegar Robert hefur ákveðið að segja sína sögu opinberlega. „Þá svara ég að ég muni teikna stærðarinnar skotmark á útidyrnar og segi þeim að reyna að ná okkur.“ Mið-Austurlönd Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Fleiri fréttir Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sjá meira
Robert O‘Neill, 38 ára fyrrverandi bandarískur hermaður, segist vera sá sem drap hryðjuverkaleiðtogann Osama Bin Laden í áhlaupi sérsveitar Bandaríkjahers í pakistanska bænum Abbottabad 2. maí 2011. Sjónvarpsstöðin Fox News mun brátt sýna þátt í tveimur hlutum þar sem O‘Neill greinir frá því hvernig sérsveitin réðst til atlögu gegn Bin Laden og skaut hann til bana. Breska blaðið MailOnline greinir frá nafni O‘Neill sem hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín í hernum. Í fréttinni eru jafnframt birtar myndir af O'Neill. Í frétt MailOnline kemur fram að O‘Neill hafi hætt í Bandaríkjaher eftir sextán ára starf, nokkru fyrr en samningur hans gerði ráð fyrir og hafi hann þar með misst af ýmsum sjúkra- og eftirlaunaréttindum. Hann kveðst óánægður með það og hafi því ákveðið að koma fram og segja sögu sína. Æðsta stjórn innan fyrrverandi deildar O‘Neill (Navy Seal) hefur í bréfi greint frá því að núverandi sérsveitarmenn séu mjög óánægðir með ákvörðun O‘Neill og að hann verði jafnvel dreginn fyrir dóm fyrir að greina opinberlega frá upplýsingum sem sem trúnaður ríkir yfir. „Trúnaðarupplýsingar eru varðar með lögum,“ segja þeir í bréfinu.52 orður og viðurkenningar O‘Neill ólst upp í koparnámubæ í ríkinu Montana og segir faðir hans, Tom O‘Neill, að sonurinn hafi gengið í herinn nítján ára gamall. Sem liðsmaður sérsveitar hersins á hann að hafa starfað bæði í Írak og Afganistan og hlotið 52 viðurkenningar og orður fyrir störf sín. Tom segir son sinn hafa tekið þátt í rúmlega 400 verkefnum á vegum hersins. Robert O‘Neill hefur áður rætt við fjölmiðla, þar á meðal tímaritið Esquire í mars 2013, en þá kom hann ekki fram undir nafni. Þá lýsti hann yfir óánægju með hvernig herinn færi með hermenn sem hefðu látið af störfum. Í samtali við MailOnline segist Tom O‘Neill nú oft hafa fengið spurninguna um hvort hann óttist að liðsmenn ISIS muni nú leita þá uppi nú þegar Robert hefur ákveðið að segja sína sögu opinberlega. „Þá svara ég að ég muni teikna stærðarinnar skotmark á útidyrnar og segi þeim að reyna að ná okkur.“
Mið-Austurlönd Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Fleiri fréttir Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sjá meira