Tesla Model X frestast enn Finnur Thorlacius skrifar 6. nóvember 2014 08:59 Tesla Model X er með vængjahurðum. Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hefur frestað útkomu hins nýja fjórhjóladrifna Tesla Model X og verður hann ekki kynntur til leiks fyrr en á þriðja ársfjórðungi næsta árs. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Tesla frestar útkomu bílsins, en hann var fyrst kynntur sem hugmyndabíll árið 2012. Upphaflega stóð til að Model X kæmi á markað árið 2013, síðan frestað til fyrri hluta 2014, síðan til loka þess árs og nú til þriðja hluta næsta árs. Tesla segir að ástæða frestunarinnar sé að fyrirtækið vilji gera bílinn sem best úr garði og sé í raun að afsala sér miklum tekjum á meðan, en fyrir öllu sé að koma á markað með fullkomna vöru sem kaupendur verði mjög ánægðir með. Í leiðinni greindi Tesla frá 7.785 bíla sölu á 3. ársfjórðungi þessa árs og áætlaðri 33.000 bíla heildarsölu á árinu. Tekjur Tesla á síðasta ársfjórðungi var 104 milljarðar króna en ríflega 9 milljarða tap var á rekstri þess þessa 3 mánuði. Tvöfaldaðist tapið frá fyrra ári. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent
Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hefur frestað útkomu hins nýja fjórhjóladrifna Tesla Model X og verður hann ekki kynntur til leiks fyrr en á þriðja ársfjórðungi næsta árs. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Tesla frestar útkomu bílsins, en hann var fyrst kynntur sem hugmyndabíll árið 2012. Upphaflega stóð til að Model X kæmi á markað árið 2013, síðan frestað til fyrri hluta 2014, síðan til loka þess árs og nú til þriðja hluta næsta árs. Tesla segir að ástæða frestunarinnar sé að fyrirtækið vilji gera bílinn sem best úr garði og sé í raun að afsala sér miklum tekjum á meðan, en fyrir öllu sé að koma á markað með fullkomna vöru sem kaupendur verði mjög ánægðir með. Í leiðinni greindi Tesla frá 7.785 bíla sölu á 3. ársfjórðungi þessa árs og áætlaðri 33.000 bíla heildarsölu á árinu. Tekjur Tesla á síðasta ársfjórðungi var 104 milljarðar króna en ríflega 9 milljarða tap var á rekstri þess þessa 3 mánuði. Tvöfaldaðist tapið frá fyrra ári.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent