Erlent

Myndi gefa blóð sitt þar til það yrði uppurið

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
vísir/epa
Teresa Romero, spænska hjúkrunarkonan sem þekkt er fyrir að vera fyrsta manneskjan utan Vestur-Afríku sem smitast af ebólu, fékk að fara heim af spítala í dag.

Lýsti hún raunum sínum á dramatískan máta á blaðamannafundi sem haldinn var í tilefni af heimför hennar.

Romero sagði einangrunina hafa verið erfiða. Hún sagði jafnframt að henni hefði ekki þótt sjúkdómurinn skipta hinn vestræna heim máli fyrr en smit kom upp þar.

Romero sagðist sjálf myndu gefa blóð sitt „þar til það yrði uppurið“ ef það hjálpaði sjúklingi sem væri ebólusmitaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×