Ungmenni kaupa sama bílamerki og foreldrarnir Finnur Thorlacius skrifar 5. nóvember 2014 12:51 Börn erfa skoðanir foreldra sinna á bílum. Könnun meðal 4.300 ungmenna í Bandaríkjunum leiddi í ljós að það eru 39% meiri líkur til þess að þau kaupi bíla frá sama bílaframleiðanda og foreldrar þeirra gerðu, en ekki frá öðrum framleiðendum. Þessar niðurstöður benda enn eina ferðina til þess hve uppeldi barna hefur mikil áhrif á gerðir þeirra og það langt fram eftir aldri. Hvað bandarísku bílaframleiðendurna varðar var mest tryggð við bíla frá General Motors og var þá ekki greint á milli Chevrolet, Cadillac, Buick eða GMC, heldur voru miklar líkur til þess að ungmennin keyptu bíl frá einhverjum af þessum framleiðendum ef foreldrarnir áttu bíl frá GM. Þessar niðurstöður gætu breytt því hvernig bílaframleiðendur markaðssetja og verðleggja bíla sína til ungs fólks. Könnun sem þessi hefur ekki áður verið gerð og þykja niðurstöður hennar forvitnilegar, en kannski ekki koma svo mikið á óvart. Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Könnun meðal 4.300 ungmenna í Bandaríkjunum leiddi í ljós að það eru 39% meiri líkur til þess að þau kaupi bíla frá sama bílaframleiðanda og foreldrar þeirra gerðu, en ekki frá öðrum framleiðendum. Þessar niðurstöður benda enn eina ferðina til þess hve uppeldi barna hefur mikil áhrif á gerðir þeirra og það langt fram eftir aldri. Hvað bandarísku bílaframleiðendurna varðar var mest tryggð við bíla frá General Motors og var þá ekki greint á milli Chevrolet, Cadillac, Buick eða GMC, heldur voru miklar líkur til þess að ungmennin keyptu bíl frá einhverjum af þessum framleiðendum ef foreldrarnir áttu bíl frá GM. Þessar niðurstöður gætu breytt því hvernig bílaframleiðendur markaðssetja og verðleggja bíla sína til ungs fólks. Könnun sem þessi hefur ekki áður verið gerð og þykja niðurstöður hennar forvitnilegar, en kannski ekki koma svo mikið á óvart.
Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent