Van Persie á krísufundi með Hiddink eftir tapið gegn Íslandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. nóvember 2014 11:08 Van Persie gengur af velli eftir tapið gegn Íslandi. Vísir/Valli Robin van Persie hefur greint frá því að hann hafi fengið heimsókn frá Guus Hiddink, landsliðsþjálfara Hollands, og þeir fundað vegna slæms gengis hollenska liðsins í undankeppni EM 2016. Holland byrjaði undankeppnina á því að tapa gegn Tékklandi á útivelli en liðið vann svo sigur á Kasakstan á heimavelli eftir að hafa lent undir í leiknum. Svo kom 2-0 tapið á Laugardalsvellinum. „Þetta var gott, opið og heiðarlegt samtal. Þetta var samtal sem við þurftum að eiga. Mér skilst að Hiddink muni ræða við hina strákana líka,“ sagði Van Persie við Algemeen Dagblad í Hollandi. „Allir í landsliðinu eru sannfærðir um að þetta þurfi að vera allt öðruvísi og betra hjá okkur. Þjálfarinn sýndi mér hverju hann vildi breyta - hann var beittur og stundum harður, líka við mig. En þannig á það að vera.“ „Ég hef góða tilfinningu eftir samtalið. Þetta var alvarlegt mál en ég fann fyrir miklu trausti.“ Van Persie náði sér engan veginn á strik gegn Íslandi og hefur skorað eitt mark í undankeppninni til þessa. Hann reifst við Klaas-Jan Huntelaaar, samherja sinn, í leiknum gegn Kasakstan en segir að því máli sé nú lokið. „Við fórum vel yfir málið. Við erum báðir sigurvegarar og berum mikla virðingu fyrir hvorum öðrum.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland vann stórbrotinn sigur á Hollandi Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin í stórglæsilegum 2-0 sigri á stjörnum prýddu liði Hollands. Ísland er með fullt hús stiga að loknum þremur umferðum. 13. október 2014 16:46 Van Persie stendur með Hiddink Þrátt fyrir þrjú töp í fyrstu fjórum leikjunum undir stjórn Guus Hiddink hefur Robin van Persie, landsliðsfyrirliði Hollands, trú á þjálfaranum reynda. 14. október 2014 08:29 Srnicek: Kom mér ekkert á óvart að Ísland vann Holland Fyrrverandi landsliðsmarkvörður Tékklands hvetur Newcastle til að horfa til annarra leikmannamarkaða en á Frakklandi. 20. október 2014 16:30 Ísland á besta fótboltalandsliðið á Norðurlöndum Íslenska karlalandsliðið hækkaði sig um sex sæti á Styrkleikalista FIFA en nýr listi var gefinn út í morgun. Ísland er nú í 28. sæti listans og hefur aldrei verið ofar á listanum. 23. október 2014 08:15 Pínlegt og til skammar Hollenskir fjölmiðlar brugðust illa við tapinu á Íslandi í gær. 14. október 2014 11:00 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira
Robin van Persie hefur greint frá því að hann hafi fengið heimsókn frá Guus Hiddink, landsliðsþjálfara Hollands, og þeir fundað vegna slæms gengis hollenska liðsins í undankeppni EM 2016. Holland byrjaði undankeppnina á því að tapa gegn Tékklandi á útivelli en liðið vann svo sigur á Kasakstan á heimavelli eftir að hafa lent undir í leiknum. Svo kom 2-0 tapið á Laugardalsvellinum. „Þetta var gott, opið og heiðarlegt samtal. Þetta var samtal sem við þurftum að eiga. Mér skilst að Hiddink muni ræða við hina strákana líka,“ sagði Van Persie við Algemeen Dagblad í Hollandi. „Allir í landsliðinu eru sannfærðir um að þetta þurfi að vera allt öðruvísi og betra hjá okkur. Þjálfarinn sýndi mér hverju hann vildi breyta - hann var beittur og stundum harður, líka við mig. En þannig á það að vera.“ „Ég hef góða tilfinningu eftir samtalið. Þetta var alvarlegt mál en ég fann fyrir miklu trausti.“ Van Persie náði sér engan veginn á strik gegn Íslandi og hefur skorað eitt mark í undankeppninni til þessa. Hann reifst við Klaas-Jan Huntelaaar, samherja sinn, í leiknum gegn Kasakstan en segir að því máli sé nú lokið. „Við fórum vel yfir málið. Við erum báðir sigurvegarar og berum mikla virðingu fyrir hvorum öðrum.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland vann stórbrotinn sigur á Hollandi Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin í stórglæsilegum 2-0 sigri á stjörnum prýddu liði Hollands. Ísland er með fullt hús stiga að loknum þremur umferðum. 13. október 2014 16:46 Van Persie stendur með Hiddink Þrátt fyrir þrjú töp í fyrstu fjórum leikjunum undir stjórn Guus Hiddink hefur Robin van Persie, landsliðsfyrirliði Hollands, trú á þjálfaranum reynda. 14. október 2014 08:29 Srnicek: Kom mér ekkert á óvart að Ísland vann Holland Fyrrverandi landsliðsmarkvörður Tékklands hvetur Newcastle til að horfa til annarra leikmannamarkaða en á Frakklandi. 20. október 2014 16:30 Ísland á besta fótboltalandsliðið á Norðurlöndum Íslenska karlalandsliðið hækkaði sig um sex sæti á Styrkleikalista FIFA en nýr listi var gefinn út í morgun. Ísland er nú í 28. sæti listans og hefur aldrei verið ofar á listanum. 23. október 2014 08:15 Pínlegt og til skammar Hollenskir fjölmiðlar brugðust illa við tapinu á Íslandi í gær. 14. október 2014 11:00 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira
Ísland vann stórbrotinn sigur á Hollandi Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin í stórglæsilegum 2-0 sigri á stjörnum prýddu liði Hollands. Ísland er með fullt hús stiga að loknum þremur umferðum. 13. október 2014 16:46
Van Persie stendur með Hiddink Þrátt fyrir þrjú töp í fyrstu fjórum leikjunum undir stjórn Guus Hiddink hefur Robin van Persie, landsliðsfyrirliði Hollands, trú á þjálfaranum reynda. 14. október 2014 08:29
Srnicek: Kom mér ekkert á óvart að Ísland vann Holland Fyrrverandi landsliðsmarkvörður Tékklands hvetur Newcastle til að horfa til annarra leikmannamarkaða en á Frakklandi. 20. október 2014 16:30
Ísland á besta fótboltalandsliðið á Norðurlöndum Íslenska karlalandsliðið hækkaði sig um sex sæti á Styrkleikalista FIFA en nýr listi var gefinn út í morgun. Ísland er nú í 28. sæti listans og hefur aldrei verið ofar á listanum. 23. október 2014 08:15
Pínlegt og til skammar Hollenskir fjölmiðlar brugðust illa við tapinu á Íslandi í gær. 14. október 2014 11:00