Ertu með of háan blóðþrýsting? Rikka skrifar 5. nóvember 2014 11:30 visir/getty Blóðþrýstingurinn hækkar þegar blóðinu er dælt um slagæðarnar með meiri þrýstingi en venjulega. Í mörgum tilfellum er ástæðan óþekkt og jafnvel margþætt en í einhverjum tilfellum er um hormónatruflanir að ræða eða ójafnvægi í nýrnastarfsemi. Einkenni of hás blóþþrýstings geta verið margvísileg en þekktustu einkennin eru höfuðverkur, þreyta, andþyngsli, blóðnasir og doði í útlimum. Í verstu tilfellum er of háum blóðþrýsting haldið í skefjum með lyfjagjöf en hægt er að halda honum í jafnvægi með hollu líferni svo sem næringaríku og hollu mataræði, hreyfingu, slökun og reyklausu lífi. Sé hár blóþrýstingur ekki meðhöndlaður getur það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér eins og hjarta-, heila- og nýrnasjúkdóma. Næstkomandi helgi, 8-9 nóvember, mun Hjartaheill og SÍBS bjóða öllum sem vilja að koma í fría mælingu á blóðþrýstingi, blóðsykri, blóðfitu og súrefnismettun í SÍBS húsinu, Síðumúla 6 frá kl. 10 – 16 báða dagana. Lokað verður fyrir skráningu kl. 15 þannig að mælt er með því að mæta fyrir þann tíma. Hjúkrunarfræðinemar við Háskóla Íslands framkvæma mælingarnar og gefa vinnu sína báða dagana. Heilsa Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning
Blóðþrýstingurinn hækkar þegar blóðinu er dælt um slagæðarnar með meiri þrýstingi en venjulega. Í mörgum tilfellum er ástæðan óþekkt og jafnvel margþætt en í einhverjum tilfellum er um hormónatruflanir að ræða eða ójafnvægi í nýrnastarfsemi. Einkenni of hás blóþþrýstings geta verið margvísileg en þekktustu einkennin eru höfuðverkur, þreyta, andþyngsli, blóðnasir og doði í útlimum. Í verstu tilfellum er of háum blóðþrýsting haldið í skefjum með lyfjagjöf en hægt er að halda honum í jafnvægi með hollu líferni svo sem næringaríku og hollu mataræði, hreyfingu, slökun og reyklausu lífi. Sé hár blóþrýstingur ekki meðhöndlaður getur það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér eins og hjarta-, heila- og nýrnasjúkdóma. Næstkomandi helgi, 8-9 nóvember, mun Hjartaheill og SÍBS bjóða öllum sem vilja að koma í fría mælingu á blóðþrýstingi, blóðsykri, blóðfitu og súrefnismettun í SÍBS húsinu, Síðumúla 6 frá kl. 10 – 16 báða dagana. Lokað verður fyrir skráningu kl. 15 þannig að mælt er með því að mæta fyrir þann tíma. Hjúkrunarfræðinemar við Háskóla Íslands framkvæma mælingarnar og gefa vinnu sína báða dagana.
Heilsa Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning