Starfsemi glæðist í skóla Svarfdælinga Kristján Már Unnarsson skrifar 4. nóvember 2014 19:00 Nærri áratug eftir að Svarfdælingar dreifðu skít um götur Dalvíkur til að mótmæla lokun Húsabakkaskóla virðast sárin að mestu gróin. Í skólahúsin er komin margvísleg önnur starfsemi, eins og ferðaþjónusta, náttúrusafn, handverkssetur og jógamiðstöð. Um þetta var fjallað í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, sem og blómstrandi mannlíf í Svarfaðardal.Skólabyggingarnar á Húsabakka. Sveitaþorp er myndast á torfunni.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Húsabakki er um sex kílómetra fyrir innan Dalvík en lokun skólans árið 2005 reyndist íbúum sveitarinnar afar sár, þeir kröfðust sambandsslita við Dalvík og vildu endurvekja hinn gamla Svarfaðardalshrepp. Sólveig Lilja Sigurðardóttir kennari rifjar upp að meira að segja hafi skítadreifarar verið notaðir mótmælaskyni, - en allt kom fyrir ekki, - og svo fór að skólanum var lokað. Smám saman hefur ný starfssemi verið að færast í skólahúsin, eins og ferðaþjónusta, handverkssetur, jógasetur og - með tengingu við friðland Svarfdæla í dalbotninum - er þar nú komið náttúrusetur.Fyndin fuglasýning er meðal annars komin í gamla skólann.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Þetta er smámsaman að byggjast upp og gengur bara ágætlega, að okkar mati. Hér er alltaf að fjölga gestum og þetta vinnur allt afskaplega vel saman,“ segir Hjörleifur Hjartarson, verkefnisstjóri Náttúruseturs á Húsabakka. Bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, Bjarni Th. Bjarnason, segir sveitina og bæinn styrkja hvort annað. „Þetta samfélag byggist á bæði þéttbýli og dreifbýli, - og sveitin og svo aftur sjávarsíðan, - hvort annað styrkir hitt. Fólk sem býr á Dalvík hefur auðvitað miklar taugar til sveitarinnar. Þetta er oft fólk sem á ættir að rekja úr sveitinni. Þannig að þetta er eitt stórt hjarta sem slær í takt,“ segir bæjarstjórinn.Úr Svarfaðardal. Þar er friðland.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson Dalvíkurbyggð Skóla - og menntamál Um land allt Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Nærri áratug eftir að Svarfdælingar dreifðu skít um götur Dalvíkur til að mótmæla lokun Húsabakkaskóla virðast sárin að mestu gróin. Í skólahúsin er komin margvísleg önnur starfsemi, eins og ferðaþjónusta, náttúrusafn, handverkssetur og jógamiðstöð. Um þetta var fjallað í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, sem og blómstrandi mannlíf í Svarfaðardal.Skólabyggingarnar á Húsabakka. Sveitaþorp er myndast á torfunni.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Húsabakki er um sex kílómetra fyrir innan Dalvík en lokun skólans árið 2005 reyndist íbúum sveitarinnar afar sár, þeir kröfðust sambandsslita við Dalvík og vildu endurvekja hinn gamla Svarfaðardalshrepp. Sólveig Lilja Sigurðardóttir kennari rifjar upp að meira að segja hafi skítadreifarar verið notaðir mótmælaskyni, - en allt kom fyrir ekki, - og svo fór að skólanum var lokað. Smám saman hefur ný starfssemi verið að færast í skólahúsin, eins og ferðaþjónusta, handverkssetur, jógasetur og - með tengingu við friðland Svarfdæla í dalbotninum - er þar nú komið náttúrusetur.Fyndin fuglasýning er meðal annars komin í gamla skólann.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Þetta er smámsaman að byggjast upp og gengur bara ágætlega, að okkar mati. Hér er alltaf að fjölga gestum og þetta vinnur allt afskaplega vel saman,“ segir Hjörleifur Hjartarson, verkefnisstjóri Náttúruseturs á Húsabakka. Bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, Bjarni Th. Bjarnason, segir sveitina og bæinn styrkja hvort annað. „Þetta samfélag byggist á bæði þéttbýli og dreifbýli, - og sveitin og svo aftur sjávarsíðan, - hvort annað styrkir hitt. Fólk sem býr á Dalvík hefur auðvitað miklar taugar til sveitarinnar. Þetta er oft fólk sem á ættir að rekja úr sveitinni. Þannig að þetta er eitt stórt hjarta sem slær í takt,“ segir bæjarstjórinn.Úr Svarfaðardal. Þar er friðland.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson
Dalvíkurbyggð Skóla - og menntamál Um land allt Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira