Saksóknarar í máli Pistorius áfrýja

Dómari í málinu dæmdi Pistorius í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi í síðasta mánuði eftir að hann varð unnustu sinni, Reevu Steenkamp, að bana í febrúar 2013.
Í frétt BBC kemur fram að saksóknarar segi dóminn hafa verið „hneykslanlega léttvægan“, en svo kann að fara að Pistorius verði sleppt úr fangelsi þegar eftir tíu mánuði. Segja saksóknarar að ekki hafi verið tillit til þess að Steenkamp hafi verið drepin á sérlega „hryllilegan hátt“.
Saksóknarar hafa einnig ákveðið að áfrýja að Pistorius hafi verið sýknaður af ákæru um morð, en eins og áður sagði var hann fundinn sekur um morð af gáleysi.
Tengdar fréttir

Frænka Reevu frétti af dauða hennar í útvarpinu
Frænka Reevu Steenkamp brotnaði niður þegar hún bar vitni í dag í sérstökum vitnaleiðslum þar sem deilt er um hver refsing Oscars Pistorius skal vera.

Sálfræðingur segir Pistorius „bugaðan“
Lore Hartzenberg sagði að Pistorius hafi misst konuna sem hann elskaði, orðspor sitt,vini, tekjur og sjálfsvirðingu sína.

Pistorius bauð foreldrum Reevu „blóðpeninga“
Oscar Pistorius bauð foreldrum Reevu Steenkamp pening í kjölfar þess að hann skaut hana til bana í febrúar á síðasta ári. Foreldrar Steenkamp neituðu að taka við peningunum sem þau sögðu vera „blóðpeninga“.

Peningar Pistorius búnir
Búist er við að dómarinn í málinu geri grein fyrir ákvörðun refsingar á þriðjudaginn í næstu viku.

Pistorius í fimm ára fangelsi
Oscar Pistorius, Suður Afríski spretthlauparinn sem skaut unnustu sína Reevu Steenkamp til bana var í morgun dæmdur í fimm ára fangelsi. Hann hafði áður verið fundinn sekur um manndráp af gáleysi. Þá fékk hann einnig þriggja ára fangelsisdóm fyrir brot á vopnalögum en sá dómur var skilorðsbundinn.

Tekist á um góðgerðarstarf Pistorius
Saksóknarar reyna nú að sýna fram á að Pistorius eigi skilið fangelsisvist fyrir að hafa verið valdur að dauða kærustu sinnar, Reevu Steenkamp.