Alexis Sánchez hefur skorað tvö mörk í síðustu tveimur leikjum Arsenal og er alls kominn með 7 mörk og 2 stoðsendingar í 9 leikjum með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni.
„Sánchez er bara að spila eins og Suárez í fyrra," sagði Hjörvar Hafliðason þegar Messan byrjaði að skoða frammistöðu Alexis Sánchez í 3-0 sigri á Burnley um helgina.
„Það er algjör Suárez-fnykur yfir Sánchez," bætti Hjörvar við og Ríkharður Daðason tók undir það. „Ég er algjörlega sammála því. Hann var langbesti leikmaður vallarins og út um allt. Hann sýndi okkur allt í þessum leik og er einn allra besti leikmaður deildarinnar í dag," sagði Ríkharður.
„En hefur Sánchez þessa "el lócó" hlið á sér eins og Suárez," spurði Hjörvar Ríkharð og það má svar Rikka sem og alla klippuna með því að smella hér fyrir ofan.