Formúlu 1 bílar 9 sekúndum seinni en fyrir 10 árum Finnur Thorlacius skrifar 4. nóvember 2014 09:40 Hægt hefur verulega á Formúlu 1 bílum á sl. 10 árum. Strangar reglur um sprengirými, dekk, loftflæði bílanna og aðstoðarkerfi í Formúlu 1 bílum hefur gert þá mun hægari en fyrir 10 árum. Þegar samanburður er gerður á tíma bílanna árið 2004 og á yfirstandandi tímabili kemur í ljós að miklu munar. Formúlu 1 bíll fór hringinn í Sepang brautinni á 1:34,223 árið 2004 en á 1:43,066 í ár. Þar munar um 9 sekúndum. Í ástralska kappakstrinum náðist 1:24,125 mínútna tími árið 2004 en aðeins 1:32,478 í ár og munar þar 8 sekúndum. Munurinn er minnstur í Mónakókappakstrinum en þar fór sneggsti bíll hringinn á 1:14,439 árið 2004 en á 1:18,479 í ár. Þar munar þó aðeins 4 sekúndum. Keppnisbíll Ferrari árið 2004 var með 10 strokka vél og drottnaði sá bíll yfir keppnistímabilinu þá. Nú eru vélar Formúlu 1 bíla með sex strokka vélum og ná mest 800 hestöflum úr þeim, en enginn séns er að ná sambærilegum tímum á þeim en með stóru vélunum fyrir 10 árum. Finnst sumum þetta súrt í broti og að regluverk keppninnar sé of strangt. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent
Strangar reglur um sprengirými, dekk, loftflæði bílanna og aðstoðarkerfi í Formúlu 1 bílum hefur gert þá mun hægari en fyrir 10 árum. Þegar samanburður er gerður á tíma bílanna árið 2004 og á yfirstandandi tímabili kemur í ljós að miklu munar. Formúlu 1 bíll fór hringinn í Sepang brautinni á 1:34,223 árið 2004 en á 1:43,066 í ár. Þar munar um 9 sekúndum. Í ástralska kappakstrinum náðist 1:24,125 mínútna tími árið 2004 en aðeins 1:32,478 í ár og munar þar 8 sekúndum. Munurinn er minnstur í Mónakókappakstrinum en þar fór sneggsti bíll hringinn á 1:14,439 árið 2004 en á 1:18,479 í ár. Þar munar þó aðeins 4 sekúndum. Keppnisbíll Ferrari árið 2004 var með 10 strokka vél og drottnaði sá bíll yfir keppnistímabilinu þá. Nú eru vélar Formúlu 1 bíla með sex strokka vélum og ná mest 800 hestöflum úr þeim, en enginn séns er að ná sambærilegum tímum á þeim en með stóru vélunum fyrir 10 árum. Finnst sumum þetta súrt í broti og að regluverk keppninnar sé of strangt.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent