Viðar Örn Kjartansson er í fimmtánda sæti á norska iTunes-listanum með lag sitt, My Sacrifice, sem hljómsveitin Creed flutti upphaflega.
Vålerenga hefur átt í fjárhagserfiðleikum og var lagið gefið út til styrktar félaginu. Það kostar tólf norskar krónur og rennur peningurinn óskertur til Vålerenga.
Nútíminn greinir frá þessu í dag en á heimasíðu félagsins segir Viðar Örn frá laginu og sönghæfileikum sínum.
Viðar Örn er markahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar með 25 mörk í 28 leikjum til þessa en ein umferð er eftir af tímabilinu.
Viðar Örn á fimmtánda vinsælasta lagið í Noregi

Tengdar fréttir

Creed-lagið með Viðari komið út - hægt að kaupa það í iTunes
Markahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta safnar pening fyrir félagið með því að gefa út lag.

Viðar Örn syngur Creed-lag inn á plötu til styrktar Vålerenga
Selfyssingurinn hjálpar til í herferð félagsins að safna pening og fá fólkið til að fjárfesta.

Viðar og Ronaldo í baráttunni um gullskó Evrópu
Viðar Örn Kjartansson og Cristiano Ronaldo eru báðir meðal þriggja hæstu á listanum yfir markahæstu leikmenn Evrópu á tímabilinu 2014-15 en sigurvegarinn hlýtur að launum Gullskó Evrópu.