Nico Rosberg á ráspól í Bandaríkjunum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 1. nóvember 2014 19:05 Rosberg ætlar ekki að láta valta yfir sig í slagnum um heimsmeistaratitilinn. Vísir/getty Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól eftir gríðar skemmtilega tímatöku í Austin, Texas. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. Breytt fyrirkomulag þýðir aðeins fjórir hægustu bílarnir duttu út í fyrstu tveimur lotunum. Svo börðust tíu hröðustu ökumennirnir í þriðju lotunni.Sebastian Vettel hafði sagt í vikunni að hann myndi sennilega ekki taka þátt í tímatökunni. Hann neyddist til að aka einn tímatökuhring. FIA, (alþjóða akstursíþróttasambandið) minnti hann á regluna um 107%. Hann þarf að setja tíma innan við 107% frá hraðasta tímanum í fyrstu lotu annars hefur FIA val um hvort þeir leyfa honum að keppa. Í fyrstu lotu duttu út: Romain Grosjean á Lotus, Vettel á Red Bull, Esteban Gutierrez á Sauber og Jean-Eric Vergne á Toro Rosso. Vettel hafði ekki dottið út í fyrstu lotu síðan í Brasilíu 2009. Önnur lotan var frekar róleg og flestir náðu tveimur tilraunum. Rosberg skellti gríðarlegum hröðum tíma á töfluna undir lokin til að hrella Hamilton fyrir loka lotuna. Rosberg fór tæpri sekúndu hraðar en Hamilton í lotunni. Daniil Kvyat á Toro Rosso, Nico Hulkenberg og Sergio Perez á Force India og Pastor Maldonado á Lotus duttu út í annarri lotu.Bottas barðist af hörku í dagVísir/GettyBottas barðist af höru í síðustu lotunni. Hann gat þó ekki snúið á Mercedes liðið. Eftir fyrstu tilraun í lotu þrjú var Rosberg efstur og munurinn á milli hans og Hamilton var 0,161 sekúnda. „Góður dagur, ég er mjög ánægður, Bíllinn var góður þökk sé verkfræðingum liðsins. Brautin var stöðugt að breytast, hún kólnaði og það skiptir alltaf sköpum. Ræsingin er mikilvæg, ég ætla að reyna að halda forystunni í gegnum fyrstu beygju og þar eftir,“ sagði Rosberg sem var sáttur við dagsverkið. „Nico stóð sig vel í dag. Vinstri bresmurnar voru alltaf um 100 gráðum kaldari en hinar. Nico hefði samt verið utan seilingar í dag,“ sagði Hamilton. „Góð tímataka, þetta hefur verið erfið helgi, hef ekki verið að finna taktinn. Ég er ánægður fyrir hönd liðsins við náðum báðum plássunum á annarri röðinni í ræsingu,“ sagði Bottas eftir tímatökuna. „ Þetta var flókið í dag, vindurinn átti stóran þátt í að gera aðstæður erfiðar. Ég náði engum hreinum hring. Við náðum báðir því besta úr bílnum. Ég er jákvæður, markmiðið á morgun er að ná í fleiri stig en Ferrari. Það verða tvö til þrjú þjónustuhlé á morgun,“ sagði Button eftir tímatökuna en hann varð sjöundi en ræsir tólfti, hann fékk nýjan gírkassa og er því færður aftur um fimm sæti. Keppnin á morgun verður mjög spennandi. Munurinn er 17 stig á milli Hamilton og Rosberg. Rosberg sýndi í dag að hann ætlar ekki að gefast upp svo auðveldlega. Honum er full alvara í að ná titlinum. Þær þrjár keppnir sem eru eftir verða spennuþrungnar. Rosberg þarf að ná öðru sæti í keppninni á morgun eða keppninni í Brasilíu til að tryggja að úrslit heimsmeistarakeppninnar ráðist í síðustu keppninni í Abú Dabí, þar sem tvöföld stig verða veitt.Ferrari var ekki mikið í sviðsljósinu í dag.Vísir/GettyÚrslit tímatökunnar fyrir bandaríska kappaksturinn 2014: 1.Nico Rosberg - Mercedes 2.Lewis Hamilton - Mercedes 3.Valtteri Bottas - Williams 4.Felipe Massa - Williams 5.Daniel Ricciardo - Red Bull 6.Fernando Alonso - Ferrari 7.Jenson Button - McLaren 8.Kevin Magnussen - McLaren 9.Kimi Raikkonen - Ferrari 10.Adrian Sutil - Sauber 11.Pastor Maldonado - Lotus 12.Sergio Perez - Force India 13.Nico Hulkenberg - Force India 14.Daniil Kvyat - Toro Rosso 15.Jean-Eric Vergne - Toro Rosso 16.Esteban Gutierrez - Sauber 17.Sebastian Vettel - Red Bull 18.Romain Grosjean - Lotus Útsending frá keppninn hefst klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport á morgun. Formúla Tengdar fréttir FIA breytir tímatökunni í Texas Færri bílar kölluðu á breytingar á fyrirkomulagi tímatökunnar í Texas annars hefðu tveir bílar dottið út í fyrstu lotu og því að litlu að keppa. Breytingarnar eru nauðsynlegar vegna fjarveru Caterham og Marussia. 31. október 2014 10:30 Caterham má missa af tveimur keppnum Bernie Ecclestone er tilbúinn að leyfa Caterham liðinu að sleppa tveimur næstu keppnum til að einbeita sér að því að finna kaupendur. 24. október 2014 22:15 Hamilton fljótastur á æfingum í Texas Lewis Hamilton náði hraðasta tímanum á báðum föstudagsæfingunum. Bretinn var þremur tíundu á undan Nico Rosberg á fyrri æfingunni en aðeins þrem þúsundustu á þeirri seinni. 1. nóvember 2014 11:30 Vettel sleppir væntanlega tímatökunni í Texas Sebastian Vettel, fjórfaldur og ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1 segir að líklega muni hann sleppa tímatökunni. Tilgangurinn er að spara nýja vél sem sett verður í bílinn. 30. október 2014 16:30 Stóru liðin ætla að skaffa litlu liðunum bíla Bernie Ecclestone segir að samningur sem gerður hefur verið við stærri liðin í Formúlu 1 gæti leitt til þess að þau skaffi minni liðunum bíla. Þetta gæti komið til ef allt stefnir í mikla fækkun keppnisliða. 26. október 2014 23:45 Bræður vilja bjarga Marussia Bresk-indverskir bræður, Baljinder Sohi og Sonny Kaushal eru nú í samningaviðræðum við forsvarsmenn Marussia. Þeim virðist vera full alvara í að reyna að bjarga liðinu. 28. október 2014 20:30 Marussia missir af næstu keppni Bernie Ecclestone, einráður formúlu 1 hefur staðfest að Marussia muni, ásamt Caterham liðinu missa af bandaríska kappakstrinum næstu helgi. 26. október 2014 11:45 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól eftir gríðar skemmtilega tímatöku í Austin, Texas. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. Breytt fyrirkomulag þýðir aðeins fjórir hægustu bílarnir duttu út í fyrstu tveimur lotunum. Svo börðust tíu hröðustu ökumennirnir í þriðju lotunni.Sebastian Vettel hafði sagt í vikunni að hann myndi sennilega ekki taka þátt í tímatökunni. Hann neyddist til að aka einn tímatökuhring. FIA, (alþjóða akstursíþróttasambandið) minnti hann á regluna um 107%. Hann þarf að setja tíma innan við 107% frá hraðasta tímanum í fyrstu lotu annars hefur FIA val um hvort þeir leyfa honum að keppa. Í fyrstu lotu duttu út: Romain Grosjean á Lotus, Vettel á Red Bull, Esteban Gutierrez á Sauber og Jean-Eric Vergne á Toro Rosso. Vettel hafði ekki dottið út í fyrstu lotu síðan í Brasilíu 2009. Önnur lotan var frekar róleg og flestir náðu tveimur tilraunum. Rosberg skellti gríðarlegum hröðum tíma á töfluna undir lokin til að hrella Hamilton fyrir loka lotuna. Rosberg fór tæpri sekúndu hraðar en Hamilton í lotunni. Daniil Kvyat á Toro Rosso, Nico Hulkenberg og Sergio Perez á Force India og Pastor Maldonado á Lotus duttu út í annarri lotu.Bottas barðist af hörku í dagVísir/GettyBottas barðist af höru í síðustu lotunni. Hann gat þó ekki snúið á Mercedes liðið. Eftir fyrstu tilraun í lotu þrjú var Rosberg efstur og munurinn á milli hans og Hamilton var 0,161 sekúnda. „Góður dagur, ég er mjög ánægður, Bíllinn var góður þökk sé verkfræðingum liðsins. Brautin var stöðugt að breytast, hún kólnaði og það skiptir alltaf sköpum. Ræsingin er mikilvæg, ég ætla að reyna að halda forystunni í gegnum fyrstu beygju og þar eftir,“ sagði Rosberg sem var sáttur við dagsverkið. „Nico stóð sig vel í dag. Vinstri bresmurnar voru alltaf um 100 gráðum kaldari en hinar. Nico hefði samt verið utan seilingar í dag,“ sagði Hamilton. „Góð tímataka, þetta hefur verið erfið helgi, hef ekki verið að finna taktinn. Ég er ánægður fyrir hönd liðsins við náðum báðum plássunum á annarri röðinni í ræsingu,“ sagði Bottas eftir tímatökuna. „ Þetta var flókið í dag, vindurinn átti stóran þátt í að gera aðstæður erfiðar. Ég náði engum hreinum hring. Við náðum báðir því besta úr bílnum. Ég er jákvæður, markmiðið á morgun er að ná í fleiri stig en Ferrari. Það verða tvö til þrjú þjónustuhlé á morgun,“ sagði Button eftir tímatökuna en hann varð sjöundi en ræsir tólfti, hann fékk nýjan gírkassa og er því færður aftur um fimm sæti. Keppnin á morgun verður mjög spennandi. Munurinn er 17 stig á milli Hamilton og Rosberg. Rosberg sýndi í dag að hann ætlar ekki að gefast upp svo auðveldlega. Honum er full alvara í að ná titlinum. Þær þrjár keppnir sem eru eftir verða spennuþrungnar. Rosberg þarf að ná öðru sæti í keppninni á morgun eða keppninni í Brasilíu til að tryggja að úrslit heimsmeistarakeppninnar ráðist í síðustu keppninni í Abú Dabí, þar sem tvöföld stig verða veitt.Ferrari var ekki mikið í sviðsljósinu í dag.Vísir/GettyÚrslit tímatökunnar fyrir bandaríska kappaksturinn 2014: 1.Nico Rosberg - Mercedes 2.Lewis Hamilton - Mercedes 3.Valtteri Bottas - Williams 4.Felipe Massa - Williams 5.Daniel Ricciardo - Red Bull 6.Fernando Alonso - Ferrari 7.Jenson Button - McLaren 8.Kevin Magnussen - McLaren 9.Kimi Raikkonen - Ferrari 10.Adrian Sutil - Sauber 11.Pastor Maldonado - Lotus 12.Sergio Perez - Force India 13.Nico Hulkenberg - Force India 14.Daniil Kvyat - Toro Rosso 15.Jean-Eric Vergne - Toro Rosso 16.Esteban Gutierrez - Sauber 17.Sebastian Vettel - Red Bull 18.Romain Grosjean - Lotus Útsending frá keppninn hefst klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport á morgun.
Formúla Tengdar fréttir FIA breytir tímatökunni í Texas Færri bílar kölluðu á breytingar á fyrirkomulagi tímatökunnar í Texas annars hefðu tveir bílar dottið út í fyrstu lotu og því að litlu að keppa. Breytingarnar eru nauðsynlegar vegna fjarveru Caterham og Marussia. 31. október 2014 10:30 Caterham má missa af tveimur keppnum Bernie Ecclestone er tilbúinn að leyfa Caterham liðinu að sleppa tveimur næstu keppnum til að einbeita sér að því að finna kaupendur. 24. október 2014 22:15 Hamilton fljótastur á æfingum í Texas Lewis Hamilton náði hraðasta tímanum á báðum föstudagsæfingunum. Bretinn var þremur tíundu á undan Nico Rosberg á fyrri æfingunni en aðeins þrem þúsundustu á þeirri seinni. 1. nóvember 2014 11:30 Vettel sleppir væntanlega tímatökunni í Texas Sebastian Vettel, fjórfaldur og ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1 segir að líklega muni hann sleppa tímatökunni. Tilgangurinn er að spara nýja vél sem sett verður í bílinn. 30. október 2014 16:30 Stóru liðin ætla að skaffa litlu liðunum bíla Bernie Ecclestone segir að samningur sem gerður hefur verið við stærri liðin í Formúlu 1 gæti leitt til þess að þau skaffi minni liðunum bíla. Þetta gæti komið til ef allt stefnir í mikla fækkun keppnisliða. 26. október 2014 23:45 Bræður vilja bjarga Marussia Bresk-indverskir bræður, Baljinder Sohi og Sonny Kaushal eru nú í samningaviðræðum við forsvarsmenn Marussia. Þeim virðist vera full alvara í að reyna að bjarga liðinu. 28. október 2014 20:30 Marussia missir af næstu keppni Bernie Ecclestone, einráður formúlu 1 hefur staðfest að Marussia muni, ásamt Caterham liðinu missa af bandaríska kappakstrinum næstu helgi. 26. október 2014 11:45 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
FIA breytir tímatökunni í Texas Færri bílar kölluðu á breytingar á fyrirkomulagi tímatökunnar í Texas annars hefðu tveir bílar dottið út í fyrstu lotu og því að litlu að keppa. Breytingarnar eru nauðsynlegar vegna fjarveru Caterham og Marussia. 31. október 2014 10:30
Caterham má missa af tveimur keppnum Bernie Ecclestone er tilbúinn að leyfa Caterham liðinu að sleppa tveimur næstu keppnum til að einbeita sér að því að finna kaupendur. 24. október 2014 22:15
Hamilton fljótastur á æfingum í Texas Lewis Hamilton náði hraðasta tímanum á báðum föstudagsæfingunum. Bretinn var þremur tíundu á undan Nico Rosberg á fyrri æfingunni en aðeins þrem þúsundustu á þeirri seinni. 1. nóvember 2014 11:30
Vettel sleppir væntanlega tímatökunni í Texas Sebastian Vettel, fjórfaldur og ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1 segir að líklega muni hann sleppa tímatökunni. Tilgangurinn er að spara nýja vél sem sett verður í bílinn. 30. október 2014 16:30
Stóru liðin ætla að skaffa litlu liðunum bíla Bernie Ecclestone segir að samningur sem gerður hefur verið við stærri liðin í Formúlu 1 gæti leitt til þess að þau skaffi minni liðunum bíla. Þetta gæti komið til ef allt stefnir í mikla fækkun keppnisliða. 26. október 2014 23:45
Bræður vilja bjarga Marussia Bresk-indverskir bræður, Baljinder Sohi og Sonny Kaushal eru nú í samningaviðræðum við forsvarsmenn Marussia. Þeim virðist vera full alvara í að reyna að bjarga liðinu. 28. október 2014 20:30
Marussia missir af næstu keppni Bernie Ecclestone, einráður formúlu 1 hefur staðfest að Marussia muni, ásamt Caterham liðinu missa af bandaríska kappakstrinum næstu helgi. 26. október 2014 11:45