Ferðalag Rosettu og Philae til 67P - Tímalína og myndbönd Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2014 11:45 Þó Philae sé rafmagnslaust hafa vísindamenn ekki gefið upp alla von. Vísir/AFP Philae, lendingarfar Evrópsku geimferðastofnunarinnar, fann merki um lífrænar sameindir á yfirborði halastjörnunnar 67P. Þá benda rannsóknir til að yfirborð halastjörnunnar sé úr ís, en sé einungis þakið ryki. Philae ferðaðist í tíu ár með geimfarinu Rosettu til halastjörnunnar. Markmið vísindamanna sem standa að rannsókninni er að varpa ljósi á uppruna vatns og lífs á jörðinni. Philae lenti á 67P þann 12. nóvember, en það staðnæmdist þó ekki á ákjósanlegum stað. Philae skoppaði tvisvar og lenti við klett sem skyggði á sólina. Því fengu sólarrafhlöður farsins ekki nægilega hleðslu og farið varð rafmagnslaust þann 15. nóvember. ESA hefur ekki gefið út hvernig sameindir fundust, né hve flóknar þær eru, samkvæmt BBC. Til stóð að bora undir yfirborð halastjörnunnar og var það reynt, en svo virðist sem að jarðsýni hafi ekki skilað sér til farsins. Þó er vitað að bor fór úr Phila en tóks ekki að skila sýni áður en farið varð rafmagnslaust. Vísindamenn hafa þó ekki gefið upp alla von um að leiðangrinum sé lokið. Þegar halastjarnan nálgast sólu og Philae fær meiri birtu, er talið líklegt að það kveiki á sér aftur. Þó á endanum verður svo heitt á yfirborði halastjörnunnar að Philae mun í raun gefa upp öndina. Til að ná þeim hraða sem þurfti til að ná halastjörnunni þurfti að nota þyngdarafl pláneta til að sveifla Rosettu áfram. Fram til desember á næsta ári mun Rosetta fylgja halastjörnunni í kringum sólina og áætlað er að verkefninu ljúki þá. Þá verða liðin meira en ellefu ár frá flugtaki Rosettu og verður það staðsett meira en hálfan milljarð kílómetra frá jörðinni.Tímalína Rosetta Philae Philae á Twitter Tweets by @Philae2014 Rosetta á Twitter Tweets by @ESA_Rosetta Stuttmynd sem tekin var upp á Íslandi Ambition is a collaboration between Platige Image and ESA. Directed by Tomek Bagiński and starring Aidan Gillen and Aisling Franciosi, Ambition was shot on location in Iceland, Þrjú myndbönd sem ESA gerði vegna lendingarinnar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Philae, lendingarfar Evrópsku geimferðastofnunarinnar, fann merki um lífrænar sameindir á yfirborði halastjörnunnar 67P. Þá benda rannsóknir til að yfirborð halastjörnunnar sé úr ís, en sé einungis þakið ryki. Philae ferðaðist í tíu ár með geimfarinu Rosettu til halastjörnunnar. Markmið vísindamanna sem standa að rannsókninni er að varpa ljósi á uppruna vatns og lífs á jörðinni. Philae lenti á 67P þann 12. nóvember, en það staðnæmdist þó ekki á ákjósanlegum stað. Philae skoppaði tvisvar og lenti við klett sem skyggði á sólina. Því fengu sólarrafhlöður farsins ekki nægilega hleðslu og farið varð rafmagnslaust þann 15. nóvember. ESA hefur ekki gefið út hvernig sameindir fundust, né hve flóknar þær eru, samkvæmt BBC. Til stóð að bora undir yfirborð halastjörnunnar og var það reynt, en svo virðist sem að jarðsýni hafi ekki skilað sér til farsins. Þó er vitað að bor fór úr Phila en tóks ekki að skila sýni áður en farið varð rafmagnslaust. Vísindamenn hafa þó ekki gefið upp alla von um að leiðangrinum sé lokið. Þegar halastjarnan nálgast sólu og Philae fær meiri birtu, er talið líklegt að það kveiki á sér aftur. Þó á endanum verður svo heitt á yfirborði halastjörnunnar að Philae mun í raun gefa upp öndina. Til að ná þeim hraða sem þurfti til að ná halastjörnunni þurfti að nota þyngdarafl pláneta til að sveifla Rosettu áfram. Fram til desember á næsta ári mun Rosetta fylgja halastjörnunni í kringum sólina og áætlað er að verkefninu ljúki þá. Þá verða liðin meira en ellefu ár frá flugtaki Rosettu og verður það staðsett meira en hálfan milljarð kílómetra frá jörðinni.Tímalína Rosetta Philae Philae á Twitter Tweets by @Philae2014 Rosetta á Twitter Tweets by @ESA_Rosetta Stuttmynd sem tekin var upp á Íslandi Ambition is a collaboration between Platige Image and ESA. Directed by Tomek Bagiński and starring Aidan Gillen and Aisling Franciosi, Ambition was shot on location in Iceland, Þrjú myndbönd sem ESA gerði vegna lendingarinnar
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira