Toyota og Land Rover bestir í endursölu Finnur Thorlacius skrifar 19. nóvember 2014 10:02 Enn eina ferðina er Toyota verðlaunað fyrir gott endursöluverð. Á bílasýningunni í Los Angeles sem er að hefjast verða veitt svokölluð Residual Value Awards til handa þeim bílaframleiðendum sem framleiða bíla er halda verði sínu best. Í þetta skiptið verða það framleiðendurnir Toyota og Land Rover sem verðlaunuð verða, Toyota í flokki hefðbundinna bíla og Land Rover í flokki lúxusbíla. Af einstaka bílgerðum hljóta einnig verðlaun bílarnir Mazda3 fyrir smábíla, Subaru Legacy fyrir millistærðarbíla, Dodge Charger fyrir stóra fólksbíla, Subaru WRX fyrir sportbíla og Toyota Tundra í flokki pallbíla. Þessi verðlaun þykja mikilvæg fyrir framleiðendur þar sem þau gefa kaupendum til kynna hvar fjárfestingar þeirra í bílum séu skynsamlegastar. Það skiptir ekki bara máli hvað bílar kosta í upphafi, heldur miklu fremur hversu vel þeir halda virði sínu í áframhaldinu. Toyota fékk flest Residual Value Awards verðlaun, eða samtals 6 af 26. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent
Á bílasýningunni í Los Angeles sem er að hefjast verða veitt svokölluð Residual Value Awards til handa þeim bílaframleiðendum sem framleiða bíla er halda verði sínu best. Í þetta skiptið verða það framleiðendurnir Toyota og Land Rover sem verðlaunuð verða, Toyota í flokki hefðbundinna bíla og Land Rover í flokki lúxusbíla. Af einstaka bílgerðum hljóta einnig verðlaun bílarnir Mazda3 fyrir smábíla, Subaru Legacy fyrir millistærðarbíla, Dodge Charger fyrir stóra fólksbíla, Subaru WRX fyrir sportbíla og Toyota Tundra í flokki pallbíla. Þessi verðlaun þykja mikilvæg fyrir framleiðendur þar sem þau gefa kaupendum til kynna hvar fjárfestingar þeirra í bílum séu skynsamlegastar. Það skiptir ekki bara máli hvað bílar kosta í upphafi, heldur miklu fremur hversu vel þeir halda virði sínu í áframhaldinu. Toyota fékk flest Residual Value Awards verðlaun, eða samtals 6 af 26.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent