Samtímaheimildir betri en seinni tíma Skjóðan skrifar 19. nóvember 2014 13:00 Um helmingur gjaldeyrisvarasjóðs Íslands var notaður í Kaupþingslánið. Vísir/Pjetur Hæstaréttarlögmennirnir Ragnar H. Hall og Helgi Sigurðsson fjölluðu um símtalið mikla, sem forsætisráðherra og seðlabankastjóri áttu mánudaginn 6. október 2008 um 500 milljón evra lánveitingu til Kaupþings, í grein sem birtist nýlega í Fréttablaðinu. Þeir varpa fram þeirri spurningu hvort verið geti að þeir menn sem tóku ákvörðunina um lánveitinguna hafi ekki áttað sig á því að samþykkt neyðarlaganna myndi kippa fótunum undan alþjóðlegri bankastarfsemi á Íslandi, gjaldfella allar skuldbindingar Kaupþings og fella bankann. Þeir velta fyrir sér hvers vegna ekki megi birta símtalið, sem var tekið upp og getur varpað ljósi á þetta mál. Um helmingur gjaldeyrisvarasjóðs Íslands var notaður í Kaupþingslánið. Ragnar H. Hall benti á það í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 um helgina að varla hefði hálfum gjaldeyrisforða þjóðarinnar verið varið í lán til Kaupþings nema menn hefðu fulla trú á því að Kaupþing væri lífvænlegur banki. Samt stóðu þessir sömu lánveitendur að því að setja lög síðar sama dag, sem brugðu fæti fyrir Kaupþing. Ragnar benti á að stjórnendur Kaupþings og fleiri íslenskra banka hafa verið sóttir til saka m.a. á þeim forsendum að ýmsar ráðstafanir sem þeir gripu til í störfum sínum fyrir bankana fram í september á árinu 2008 hafi verið ólöglegar þar sem þeim hafi verið ljóst að bankarnir væru í raun gjaldþrota og eignir þeirra verðlausar. Samt lána Seðlabankinn og stjórnvöld hálfan gjaldeyrisforðann til Kaupþings í október. Símhlerunum hefur verið beitt gegn bankastjórnendum mörgum árum eftir að meint lögbrot þeirra áttu sér stað. Nú liggur fyrir að til er hljóðupptaka af símtalinu milli seðlabankastjóra og forsætisráðherra sem getur varpað ljósi á það hvernig ákvörðunin um lánið var tekin. Upptakan getur skýrt út hvort ráðherranum og seðlabankastjóranum hafi yfirleitt verið ljóst hverjar afleiðingar gjörða þeirra gætu orðið. Varla er til of mikils mælst að gera kröfu um að símtalið verði birt í heild sinni. Eðlilegt er að þjóðin fái að heyra það sem æðstu embættismenn hennar voru að véla í aðdraganda hrunsins og hruninu sjálfu. Það getur ekki verið í valdi þeirra einstaklinga sem ræddust við í síma mánudaginn 6. október og ákváðu að lána hálfan gjaldeyrisforðann að ákveða hvað þjóðin fær að vita um það mál, sérstaklega í ljósi þess að seinna sama dag kipptu þeir fótunum undan bankanum sem fékk lánið. Þetta símtal er mikilvæg samtímaheimild um athafnir og dómgreind íslenskra ráðamanna á ögurstundu.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Hæstaréttarlögmennirnir Ragnar H. Hall og Helgi Sigurðsson fjölluðu um símtalið mikla, sem forsætisráðherra og seðlabankastjóri áttu mánudaginn 6. október 2008 um 500 milljón evra lánveitingu til Kaupþings, í grein sem birtist nýlega í Fréttablaðinu. Þeir varpa fram þeirri spurningu hvort verið geti að þeir menn sem tóku ákvörðunina um lánveitinguna hafi ekki áttað sig á því að samþykkt neyðarlaganna myndi kippa fótunum undan alþjóðlegri bankastarfsemi á Íslandi, gjaldfella allar skuldbindingar Kaupþings og fella bankann. Þeir velta fyrir sér hvers vegna ekki megi birta símtalið, sem var tekið upp og getur varpað ljósi á þetta mál. Um helmingur gjaldeyrisvarasjóðs Íslands var notaður í Kaupþingslánið. Ragnar H. Hall benti á það í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 um helgina að varla hefði hálfum gjaldeyrisforða þjóðarinnar verið varið í lán til Kaupþings nema menn hefðu fulla trú á því að Kaupþing væri lífvænlegur banki. Samt stóðu þessir sömu lánveitendur að því að setja lög síðar sama dag, sem brugðu fæti fyrir Kaupþing. Ragnar benti á að stjórnendur Kaupþings og fleiri íslenskra banka hafa verið sóttir til saka m.a. á þeim forsendum að ýmsar ráðstafanir sem þeir gripu til í störfum sínum fyrir bankana fram í september á árinu 2008 hafi verið ólöglegar þar sem þeim hafi verið ljóst að bankarnir væru í raun gjaldþrota og eignir þeirra verðlausar. Samt lána Seðlabankinn og stjórnvöld hálfan gjaldeyrisforðann til Kaupþings í október. Símhlerunum hefur verið beitt gegn bankastjórnendum mörgum árum eftir að meint lögbrot þeirra áttu sér stað. Nú liggur fyrir að til er hljóðupptaka af símtalinu milli seðlabankastjóra og forsætisráðherra sem getur varpað ljósi á það hvernig ákvörðunin um lánið var tekin. Upptakan getur skýrt út hvort ráðherranum og seðlabankastjóranum hafi yfirleitt verið ljóst hverjar afleiðingar gjörða þeirra gætu orðið. Varla er til of mikils mælst að gera kröfu um að símtalið verði birt í heild sinni. Eðlilegt er að þjóðin fái að heyra það sem æðstu embættismenn hennar voru að véla í aðdraganda hrunsins og hruninu sjálfu. Það getur ekki verið í valdi þeirra einstaklinga sem ræddust við í síma mánudaginn 6. október og ákváðu að lána hálfan gjaldeyrisforðann að ákveða hvað þjóðin fær að vita um það mál, sérstaklega í ljósi þess að seinna sama dag kipptu þeir fótunum undan bankanum sem fékk lánið. Þetta símtal er mikilvæg samtímaheimild um athafnir og dómgreind íslenskra ráðamanna á ögurstundu.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira